Lögð fram til kynningar breyting á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla.
Hafnarstjóri vakti athygli á framkvæmd í kjölfar þessarar breytingar á reglugerðinni. Hafnarstjóri sagði að framkvæmdin á vigtun á pallavog hafi verið góð, en að skv. upplýsingum frá Fiskmarkaði Íslands hafi meðferð fiskafla verið verri, þar sem mun minna ísmagn er í afla. Þar af leiðandi eru gæði fisksins lakari.
Hafnarstjórn telur mikilvægt að koma upplýsingum sem þessum, um framkvæmd vigtunar í kjölfar reglugerðarbreytingarinnar, á framfæri við atvinnuvegaráðherra og felur formanni að koma þessari bókun á framfæri við ráðherrann og atvinnuvegaráðuneytið.
Hafnarstjórn telur mikilvægt að koma upplýsingum sem þessum, um framkvæmd vigtunar í kjölfar reglugerðarbreytingarinnar, á framfæri við atvinnuvegaráðherra og felur formanni að koma þessari bókun á framfæri við ráðherrann og atvinnuvegaráðuneytið.