Málsnúmer 2512002

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 11. fundur - 10.12.2025

Ágúst jónsson sækir um leyfi fyrir 17m2 sólskála á suðurhlið Ölkelduvegs 37. Megin burðarvirkið verður úr stáli. Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Hraunsmúla ehf dags. 26.11.2025.
Sólskáli er innan bygginarreits og innan heimilaðs nýtingarhlutfalls.
Samkvæmt skilmálum deiliskipulags skal frágangur á lóðamörkum vera í samráði við eiganda aðliggjandi lóðar, eiganda af Ölkelduvegi 35 var kynnt fyrirhuguð leyfisumsókn og staðfesti að hann gerði ekki athugasemdir.
Byggingaráform eru samþykkt, umsóknin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
Bygggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.