Í aðgerðaáætluninni eru skilgreindar þær ráðstafanir sem gerðar eru hjá stofnunum og í starfsemi Grundarfjarðarbæjar, annars vegar til að varna sem mest útbreiðslu og draga úr áhrifum veirunnar og hins vegar að undirbúa skerta starfsemi, en með eins lítilli röskun og hægt er miðað við aðstæður. Aðgerðaáætlunin er í stöðugri endurskoðun.

Hér má nálgast aðgerðaáætlun Grundarfjarðarbæjar við heimsfaraldri af völdum COVID-19 (1. útgáfa), dags. 12. mars 2020.