Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Í dag eru 48 skráðir með Covid-smit í Grundarfirði og 69 manns í sóttkví, eða um 14% íbúanna.

Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur vilja engu að síður freista þess að byrja skólastarf nk. mánudag. Stefnt er að því að leik-, grunn- og tónlistarskóli, íþróttir og fleira, geti tekið til starfa, með eins öruggum hætti og okkur er unnt að tryggja.  

Eftirfarandi ráðstafanir eru því gerðar:

  • Stefnt er að því að starfsmenn leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, auk íþróttahúss og félagsmiðstöðvar, fari í skimun (PCR-próf) sem HVE býður uppá nú um helgina. 
  • Mælst er til þess að nemendur grunnskóla nýti sér boð HVE og fari í PCR-próf, til að tryggja að allt sé í lagi á mánudaginn. 
    ATHUGIÐ: Nemendur (og starfsmenn) sem fara í þessar aukalegu skimanir þurfa EKKI að bíða heima þar til niðurstaða berst. Ekki nema fólk hafi einkenni - þá gilda almennar reglur um einkennasýnatökur, sjá hér.
  • Varðandi leikskólabörnin (Sólvellir og Eldhamrar) þá er mikilvægt að þau börn sem hafa einkenni, eins og kvef, hita, hósta, fari í PCR-próf áður en mætt er í leikskólann á mánudaginn. 
  • Skimanirnar verða í boði á laugardag, og á sunnudagsmorguninn, frá kl. 9:00 - 10:00.
  • Best er að bóka sig í einkennasýnatöku í gegnum vefinn heilsuvera.is (velja Akranes sem sýnatökustað - mæta samt hér heima) og fá þannig strikamerki í símann. 

Nánari upplýsingar hafa verið sendar forráðamönnum.

Allt er þetta gert til að hægt sé að hefja starfið á mánudag - en það veltur á okkur öllum að sýna ábyrgð og leggja okkar af mörkum til þess að tryggja öryggi heildarinnar og að daglegt líf geti haldið áfram, með sem minnstum röskunum.  

Ef niðurstöður helgarinnar gefa tilefni til - þá verður þessi ákvörðun endurskoðuð, og forráðamönnum nemenda send skilaboð.