Klaudia Wojciechowska, nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga, er fjallkona Grundfirðinga á þjóðhátíðardeginum 17. júní 2020. 

Smellið hér til að horfa á ávarp fjallkonunnar

Klaudia les ljóð eftir Tómas Guðmundsson, sem fyrst var flutt sem Ávarp fjallkonunnar í Reykjavík árið 1948.

Fjallkonan er tákngervingur íslenskrar þjóðar og lands. Fyrsta þekkta notkun þessa orðs er í kvæði Bjarna Thorarensen, Íslands minni, sem var prentað árið 1819, en kvæðið hefst þannig: 

Eldgamla Ísafold, 
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð!