Hátíðarræðan á þjóðhátíðardeginum í ár er ekki flutt af einum ræðumanni. Við fáum við að heyra hugleiðingar nokkurra Grundfirðinga um upplifun sína af áskorunum síðustu mánaða og hvað þau telja að sú reynsla hafi fært okkur. Innlegg þeirra og upprifjun felur í sér góðar heimildir, sem ætla má að verði verðmætar þegar fram í sækir.  

Smellið hér til að horfa á myndband með Hátíðarræðu Grundfirðinga á þjóðhátíðardeginum 2020.

Undirbúningur og umsjón með upptökum og gerð myndbands var í höndum Signýjar Gunnarsdóttur og Þorkels Mána Þorkelssonar. Þeim og viðmælendunum öllum eru færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag. 

Gleðilega þjóðhátíð!