Sundlaug Grundarfjarðar á góðum degi.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.
Sundlaug Grundarfjarðar á góðum degi.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.

Þá hafa almannavarnir gefið sundlaugum leyfi til að opna fyrir almenning. Það er þó ekki alveg án takmarkana.

Eins og alltaf á vorin, er það skólasundið sem gengur fyrir. Á meðan það er í gangi, þessa vikuna, er því miður ekki hægt að hafa opnun á milli 7 og 8, þar sem ekki gefst nægilegur tími til að sinna fullnægjandi þrifum á milli.

Þessa vikuna verður laugin opin frá kl. 17-21, mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Á fimmtudag, Uppstigningardag, verður opið frá 13-17.

Við lokum síðan aftur á föstudag eftir skólasund þar sem ákveðið var epoxy-mála búnings- og sturtuklefana. Það er ein af þeim framkvæmdum sem bæjarstjórn hefur samþykkt að bæta við áður ákveðnar framkvæmdir með sérstakri aukafjárveitingu í ljósi áhrifa Covid-19.
Á dögunum var vaðlaugin tekin í gegn og dúklögð og var hún opnuð í dag.

Af sóttvarnarástæðum eru takmarkanir á því hvað er í boði til afþreyingar. Eins og er verða sundleikföng ekki lánuð út í laug, en kútar eru fyrir yngstu gestina. Hárþurrkur verða ekki í klefum að sinni.
Einnig verða fjöldatakmarkanir í laugina. Fyrst um sinn munu eingöngu geta verið 15 af hvoru kyni þar sem stærð búningsklefa leyfir ekki fleiri gesti. Börn 2015 og síðar telja ekki í því samhengi. Við vonumst til að þessum hömlum verði aflétt sem fyrst svo allir geti komið til að njóta í lauginni okkar. Ef laugin fyllist verður það tilkynnt á Facebook-síðu sundlaugarinnar, en einnig er gott að hringja á undan sér í síma 4308564 til að vera viss.
Þó svo að 2ja metra reglan sé valkvæð í sundlaugum, viljum við biðja fólk um að sýna tillitssemi við þá gesti sem vilja virða hana, einkum á svæðum eins og í búningsklefum og pottum, sem og í anddyri.

Full sumaropnun tekur síðan við þriðjudaginn 2. júní.
Þá verða opnunartímar 07:00-21:00 virka daga og 10:00-18:00 um helgar og hátíðisdaga. Hlökkum til að sjá ykkur!

Gleðilegt sundsumar!