Bókasafn Grundarfjarðar í Sögumiðstöðinni.

Haustið 2013 var Bókasafn Grundarfjarðar flutt í Sögumiðstöðina og sinnir þar almennri bókasafnsþjónustu og hlutverki upplýsingamiðstöðvar. Almenningsbókasafnið og skólabókasafn grunnskólans voru sameinuð í einn rekstur að Borgarbraut 16, þá nýbyggðri efri hæð á húsi Vélsmiðju Grundarfjarðar árið 2001. Miklum hluta safnkosts skólabókasafnsins var deilt niður á sérgreinastofur sem settar voru á laggirnar haustið 2004. 
 
Haustið 2013 var hluti bókakosts sem hentar nemendum grunnskólans fluttur yfir í grunnskóla í nýtt skólabókasafn um leið og nýjasti hlutinn var fluttur í Sögumiðstöðina að Grundargötu 35 og eldri safnkostur í geymslu.
 
Í Leitum.is sést hvaða bækur eru í geymslu en það er rúmlega helmingur safnkostsins.
 
Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. 
Nemendur í fjarnámi í öðrum skólum geta leitað til bókasafnsins.
 
Forstöðumaður er Sunna Njálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur.
 
Bókasafn Grundarfjarðar
Grundargötu 35
Sími 438 1881
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.
 

Bókasafnið á Facebook
Skólabókasafnið á Facebook