Bókasafn Grundarfjarðar í Sögumiðstöðinni.

 

Bókasafnið  er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00-17:00.

Veturinn 2021-2022 á bókasafninu. 

Veðráttulýsingar séra Jens V. Hjaltalín á jólaföstu 2021. - 1. desember

 

Safnkostur Bókasafns Grundarfjarðar telur nú tæplega 30 þúsund bindi og er staðsettur á þremur stöðum, í Sögumiðstöð, bókageymslu og í grunnskólanum. Hægt er að skila bókum í kassa við afgreiðsluna og skrá útlán þegar húsið er opið vegna annarrar starfsemi og starfsfólk bókasafnsins er ekki við.
 
Í Leitum.is sést hvaða bækur eru í geymslu en það er rúmlega helmingur safnkostsins.
Pantanir á bókum úr geymslu er gott að fá í tölvupósti á bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.
Pöntun á bókum er hægt að sækja á bókasafnið. Þetta er góð leið á farsóttartímum. 
 
Ráðstafanir á tímum Kórónaveirunnar. Sjá bókasafnið í sprettigluggum.
 
Opnunartímar eru hér efst og til hliðar.
 
Rétt er að minna á Rafbókasafnið sem er sameiginlegt rafbóka- og hljóðbókasafn almenningsbókasafna á Íslandi. Árskortið með notandanafni og lykilorði veitir aðgang. Leitið eftir upplýsingium á bókasafninu. Í Grundarfirði er ekki greitt árgjald.  
 
Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. 
Nemendur í fjarnámi í öðrum skólum og háskólastúdentar eru hvattir til að leita til bókasafnsins eftir þörfum.
Millisafnalán - vinnuaðstaða - upplýsingaleit og tilsögn.
 
 
Forstöðumaður er Sunna Njálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Starfsmaður skólabókasafns er G. Lilja Magnúsdóttir.
 
Bókasafn Grundarfjarðar
Grundargötu 35
Sími 438 1881
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is
 

Bókasafnið á Facebook
Skólabókasafnið á Facebook