Málsnúmer 1404009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 144. fundur - 14.05.2014

Sótt er um breytta notkun. Í kaffihús og gistingu. Innréttuð verða átta, tveggja manna herbergi með baði. Á fyrstu hæð mhl. 02 og annarri hæð mhl 01. Rekstrarleyfi verður sameinað rekstrarleyfi Hótel Framnes. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vinnueftirlitinu og brunaeftirliti, athugasemdir bárust frá öllum aðilum. Erindið var sent í grenndarkynningu 11.apríl og lauk henni 9.maí, grenndarkynnt var fyrir Nesvegi 3, 4, 7, Hrannarstíg 2, Eyrarvegi 3 og Sólvöllum 2. Engar skriflegar athugasemdir bárust, en einn tölvupóstur dags.16.4.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Þegar búið er að uppfylla athugasemdir og kröfur vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlist. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara tölvupóst sem barst. Óskað er eftir að gerður verður nýr lóðarleigusamningur þar sem núverandi lóðarleigusamningur er útrunninn.