144. fundur 14. maí 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Ingi Hans Jónsson (IHJ) aðalmaður
  • Dóra Aðalsteinsdóttir (DA) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að fá að bæta við einu máli á dagsskrá, Nýjabúð - byggingarleyfi. Samþykkt samhjóða.

1.Nesvegur 5 - umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1404009Vakta málsnúmer

Sótt er um breytta notkun. Í kaffihús og gistingu. Innréttuð verða átta, tveggja manna herbergi með baði. Á fyrstu hæð mhl. 02 og annarri hæð mhl 01. Rekstrarleyfi verður sameinað rekstrarleyfi Hótel Framnes. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vinnueftirlitinu og brunaeftirliti, athugasemdir bárust frá öllum aðilum. Erindið var sent í grenndarkynningu 11.apríl og lauk henni 9.maí, grenndarkynnt var fyrir Nesvegi 3, 4, 7, Hrannarstíg 2, Eyrarvegi 3 og Sólvöllum 2. Engar skriflegar athugasemdir bárust, en einn tölvupóstur dags.16.4.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Þegar búið er að uppfylla athugasemdir og kröfur vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlist. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara tölvupóst sem barst. Óskað er eftir að gerður verður nýr lóðarleigusamningur þar sem núverandi lóðarleigusamningur er útrunninn.

2.Sólvellir 15 - fyrirspurn.

Málsnúmer 1405001Vakta málsnúmer

Guðbrandur G. Garðarsson kt.270967-4859 leggur inn fyrirspurn um flutning á húsi og viðbyggingu við núverandi hús. Samþykki nágranna liggur fyrir. Bréf fylgir með dags.23.04.2014 og skissur ódagsettar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið. En vill benda á þetta svæði er skráð sem Iðnaðarsvæði í aðalskipulagi, en fyrirliggur lýsing af svæðinu, ef sú breyting verður kláruð mun þessi uppbygging falla undir breytt aðalskipulag.

3.Fagurhóll 6a - umsókn um að setja upp skilti

Málsnúmer 1404024Vakta málsnúmer

Elzbieta K. Elísson kt.010155-2829 Sækir um leyfi til að hengja upp skilti fyrir vinnustofu/gallerí, stærð um 130x100cm. Samkvæmt meðfylgjandi ljósmynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu á forsendum gr.2.5.1 í byggingarreglugerð.

4.Hrannarstígur 18 - Vindfang

Málsnúmer 1404025Vakta málsnúmer

Stjórn dvalar- og hjúkrunarheimilis Fellaskjóls óskar eftir leyfi til að láta hanna og byggja ca. 30fm, sólstofu við anddyri Fellaskjóls. Skissa fylgir með umsókninni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum
skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Þegar uppdrættir hafa borist.

5.Nýjabúð - byggingarleyfi

Málsnúmer 1405007Vakta málsnúmer

Kjartan Jósefsson kt.200557-5819 Sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á núverandi húsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum
skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari
breytingum.

6.Erindisbréf fyrir skipulags- og umhverfisnefnd

Málsnúmer 1405002Vakta málsnúmer

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.