Málsnúmer 1406020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 145. fundur - 25.06.2014

Friðrik Tryggvason kt.120860-4379 sækir um fyrir hönd Hesteigandafélags Grundarfjarðar kt.690288-1689 um flutning á gerði sem nú stendur niðri á bökkum. Gerðið verður sett norðan við Snæfellshöllina. Með umsókninni fylgir bréf og skissa dags. 25.06.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara að gerðið sé víkjandi þegar lóð 1b verður byggð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. (ÓT) vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla.