145. fundur 25. júní 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) varaformaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Erindisbréf ásamt kosningu á formanni, varaformanni og ritara.

Málsnúmer 1406004Vakta málsnúmer

Erindisbréf fyrir skipulags- og umhverfisnefnd Grundargjarðarbær dags. 30. apríl 2014.
Tillaga að formanni er Ólafur Tryggvason, samþykkt samhljóða.
Tillaga að vara formanni er Unnur Þóra Sigurðardóttir, samþykkt samhljóða.
Tillaga að ritara er Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúi, samþykkt samhljóða.
Erindisbréf kynnt fyrir fundarmönnum.

2.Stjórnsýslulög

Málsnúmer 1406005Vakta málsnúmer

Siðareglur og reglur nefndarmanna um vanhæfni.
Erindi kynnt fyrir fundarmönnum.

3.Sólvellir 15 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1406022Vakta málsnúmer

Guðbrandur G. Garðarsson kt.270967-4859 sækir um fyrir hönd Narfeyrarstofu ehf kt.501207-1440 að flytja húsið Bjargarstein á lóðina og bæta við viðbyggingu. samkv. uppdrætti frá Tækniþjónustunni ehf kt.601200-2440.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu en leggur til að byggingin verði grenndarkynnt samkvæmt skipulagslögum 123/2010 gr.44 þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Grenndarkynnt verður fyrir Sólvöllum 13, 17 og 17a.
Óskað er eftir fullunnum aðaluppdráttum fyrir næsta fund samkvæmt gr.2.4.1 og kafla 4.2 og 4.3 í byggingarreglugerð nr.112/2012 með síðari breytingum. Samþykki eiganda skv. gjaldendaskrá þarf líka að fylgja með umsókninni.

4.Fákafell - flutningur á gerði

Málsnúmer 1406020Vakta málsnúmer

Friðrik Tryggvason kt.120860-4379 sækir um fyrir hönd Hesteigandafélags Grundarfjarðar kt.690288-1689 um flutning á gerði sem nú stendur niðri á bökkum. Gerðið verður sett norðan við Snæfellshöllina. Með umsókninni fylgir bréf og skissa dags. 25.06.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara að gerðið sé víkjandi þegar lóð 1b verður byggð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. (ÓT) vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla.

5.Fákafell - fylling norðan við skeiðbraut.

Málsnúmer 1406021Vakta málsnúmer

Friðrik Tryggvason kt.120860-4379 sækir um fyrir hönd Hesteigandafélags Grundarfjarðar kt.690288-1689 um leyfi til að auka í fyllingu norðan við skeiðbraut. Með umsókninni fylgir bréf og skissa dags.25.06.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi samkvæmt 15.gr. í skipulagslögum nr.123/2010 og samkvæmt 11.gr. í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. (ÓT) vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla.

6.Kirkjufell - Framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1309005Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær kt.520169-1729 óskar eftir framkvæmdaleyfi til að laga svæðið í kringum Kirkjufellsfossinn. Samþykki landeiganda liggur fyrir og jákvæðar umsagnir frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlisti Vesturlands og Minjastofnun Íslands.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi samkvæmt 15.gr. í skipulagslögum nr.123/2010 og samkvæmt 11.gr. í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

7.Nesvegur 4b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1406008Vakta málsnúmer

Kamski ehf., kt.581006-0550 sækir um lóðina við Nesveg 4b. Húsgerð: Viðbygging við hótel.
Erindi frestað þar sem lóðin er nú þegar úthlutað. Óskað eftir frekari gögnum.

8.Nesvegur 4b og 6 - sameining á lóð

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Gísli Ólafsson sækir um sameiningu lóða á grundvelli núverandi skipulags. Lóðir Nesvegar 4b og Nesvegar 6 þar sem til stendur að stækka hótelbygginguna. Með umsókninni fylgir bréf dags.26.maí.2014, samningur (óundirritaður) og uppdrættir dags.09.01.2013.
Erindi frestað þar sem lóð 4b er úthlutuð og ekki liggur fyrir undirritaður samningur við núverandi lóðarhafa.

9.Landsnet - drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023

Málsnúmer 1406006Vakta málsnúmer

Grundarfjörður - nýtt tengivirki (bls.60 í skýrslu)
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulögð verði lóð utan íbúðarbyggðar t.d. fyrir ofan Ártún, fyrir nýtt tengivirki og hún verði tilbúinn sem fyrst.

10.Grundargata 50 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1406018Vakta málsnúmer

TSC ehf kt.571201-2670 óskaði eftir byggingarleyfi fyrir gönguhurð í kjallara og breytingum innan hús. Samkv. uppdráttum frá Ólöfu Flygenring arkitekt kt.1009-55-4669. Fyrir liggur samþykki meðeiganda Grundargötu 50.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt erindið og hefur veitt byggingarleyfi fyrir breytingunum.

Fundi slitið - kl. 13:00.