Málsnúmer 1501048

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 181. fundur - 15.01.2015

Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi ákvörðuð nemendaígildi samkvæmt fjárlögum 2015.
Allir tóku til máls.

Bókun bæjarstjórnar:
”Bæjarstjórn harmar að ekki hafi verið teknar til greina óskir stjórnar skólans og sveitarstjórnarmanna um að halda sama fjölda nemendaígilda og verið hefur.
Ennfremur er minnt á mikilvægi þess að hlúa að starfi Fjölbrautarskóla Snæfellinga, sem skiptir sköpum fyrir samfélögin á Snæfellsnesi. Jafnframt er lögð áhersla á að fjölbrautaskólinn fái áfram að þróa sína sérstöðu í kennsluháttum. Stjórnvöld eru eindregið hvött til að endurskoða afstöðu sína í þessum efnum.“