181. fundur 15. janúar 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) aðalmaður
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) aðalmaður
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB) aðalmaður
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK) aðalmaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) aðalmaður
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) aðalmaður
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Landshlutastarf um atvinnumál

Málsnúmer 1501041Vakta málsnúmer

Rætt um sérstaka vinnu landshluta í atvinnumálum.
Til máls tóku EG, ÞS og RG.
Bæjarstjórn hvetur til þess að komið verði á sérstakri vinnu í þessum efnum á Vesturlandi í samvinnu forsætisráðuneytis, sveitarfélaganna á svæðinu og SSV.

2.Tíðindi af vettvangi sambands ísl.sveitafélaga

3.Yfirlit yfir hin ýmsu samstarfsverkefni Snæfellinga

4.Mannamót markaðsstofanna 22.janúar nk.

5.Orkustofnun, umsögn um breytingu á aðalskipulagi bréf dags. 8.janúar

6.Landsbyggðarvinir, verðlaunaafhending 17.janúar nk.

Málsnúmer 1501057Vakta málsnúmer

Nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar, þær María Margrét Káradóttir og Tanja Lilja Jónsdóttir, báðar í 7. bekk, tóku þátt í verkefninu: Sköpunargleði-Heimabyggðin mín.
Skv. niðurstöðum dómnefndar eru veitt þrenn verðlaun í keppninni og hljóta fyrrnefndir nemendur tvenn þeirra. Verðlaunaafhendingin fer fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 17. janúar nk.
Stúlkunum og skólanum er óskað til hamingju með frábæran árangur. Fulltrúar sveitarfélagsins munu mæta á verðlaunaafhendinguna.

7.Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 11.des.sl.

8.Samúðarkveðja Grundarfjarðarbæjar, vegna hörmulegra atburða í Frakklandi

Málsnúmer 1501055Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir því að vegna hinna hörmulegu atburða í Frakklandi í liðinni viku voru sendar samúðarkveðjur frá Grundarfjarðarbæ til franska sendiráðsins á Íslandi. Jafnframt voru sendar hlýjar kveðjur til Paimpol, vinabæjar Grundarfjarðarbæjar í Frakklandi.

9.Íbúar Grundarfjarðar orðnir 900 talsins

Málsnúmer 1501054Vakta málsnúmer

Til máls tóku EG, HK, RG og EBB.
Grundfirðingum hefur fjölgað um liðlega 3% frá upphafi ársins 2014. Alls voru Grundfirðingar 872 talsins þann 1. desember 2013, en í upphafi árs 2015 eru þeir orðnir 900.
Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa þróun mála.

10.Lánasjóður sveitafélaga, heimild til lántöku

Málsnúmer 1501053Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að ný lántaka verði 60 m. kr. á árinu.
Lagt til að bæjarstjóra verði falið að leita tilboða hjá Lánasjóði ísl. sveitarfélaga í umrædda lántöku.
Samþykkt samhljóða.

11.Fundur um atvinnumál með hafnsæknum aðilum

Málsnúmer 1501063Vakta málsnúmer

Í framhaldi af fundi sem haldinn var með atvinnufyrirtækjum í Grundarfirði 9. desember sl. telur bæjarstjórn mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til þess að efla og fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. Í þessum áfanga var sérstaklega rætt um möguleika á hafnsækinni starfsemi. Bæjarstjóra, hafnarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að koma verkefninu áfram.

12.Bæjarráð - 463

Málsnúmer 1501004FVakta málsnúmer

Til máls tóku RG og EG.

13.Okruveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1501052Vakta málsnúmer

Gerð var grein fyrir stöðu málsins.
Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að vinna áfram að málinu. Lögð er áhersla á að flýta þeirri vinnu sem kostur er.

14.Starfsstöð sýslumannsins á Vesturlandi í Grundarfirði

Málsnúmer 1501003Vakta málsnúmer

Til máls tóku EG, RG, HK og JÓK.
Kynnt bréf sveitarfélagsins frá 6. jan. sl., þar sem spurst er fyrir um opnunartíma skrifstofu sýslumannsins í Grundarfirði. Svar hefur ekki borist.
Jafnframt voru lögreglumál rædd.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnvalda, m.a. innanríkisráðherra, vegna málanna.

15.Dvalar-og hjúkrunarheimilið Fellaskjól,áfrorm um viðbyggingu

Málsnúmer 1501049Vakta málsnúmer

Til máls tóku EG, ÞS, RG, EBB og JÓK.
Kynnt voru áform stjórnar hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls um nýbyggingu við heimilið. Bæjarstjórn styður að unnið verði áfram að undirbúningi og hönnun verkefnisins og að leitað verði heppilegustu leiða til fjármögnunar í samvinnu við ríkisvaldið.
Framkvæmdin er í fullu samræmi við áætlanir sveitarfélagsins um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða í sveitarfélaginu.

16.Fjölbrautaskóli Snæfellinga, fækkun nemendagilda.

Málsnúmer 1501048Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi ákvörðuð nemendaígildi samkvæmt fjárlögum 2015.
Allir tóku til máls.

Bókun bæjarstjórnar:
”Bæjarstjórn harmar að ekki hafi verið teknar til greina óskir stjórnar skólans og sveitarstjórnarmanna um að halda sama fjölda nemendaígilda og verið hefur.
Ennfremur er minnt á mikilvægi þess að hlúa að starfi Fjölbrautarskóla Snæfellinga, sem skiptir sköpum fyrir samfélögin á Snæfellsnesi. Jafnframt er lögð áhersla á að fjölbrautaskólinn fái áfram að þróa sína sérstöðu í kennsluháttum. Stjórnvöld eru eindregið hvött til að endurskoða afstöðu sína í þessum efnum.“

17.113. fundur stjórnar SSV. frá 3.des.sl.

Málsnúmer 1501047Vakta málsnúmer

Til máls tóku EG, BP, RG og ÞS.

18.823.fundur stjórnar Sambands ísl. sveitafélaga frá 12.des.sl.

19.Ungmennaráð - 2

Málsnúmer 1501002FVakta málsnúmer

Til máls tóku EG og RG.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd - 151

21.Bæjarráð - 464

Fundi slitið - kl. 18:30.