Málsnúmer 1502001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 152. fundur - 04.02.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til endurskipulagningu á geymslusvæðinu við Hjallatún 1. Uppdráttur, gjaldskrá og reglur fylgja með á uppdrætti dags. 04.02.2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir áliti bæjarstjórnar um breytta gjaldskrá og reglur. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Erindi frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 153. fundur - 04.03.2015

Erindið frestað á 152. fundi og erindi vísað til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá og reglum verði breytt.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að öllum verði sagt upp á geymslusvæðinu og svæðið endurskipulagt miðað við uppdrátt. Þeim sem er á svæðinu verði gert að fjarlægja allt af svæðinu eða sækja um númeruð svæði innan girðingar og færa sig inn á það svæði.

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Lagðar fram uppfærðar reglur um lokað geymslusvæði bæjarins við Hjallatún frá 2015.

Lagt til að ákvæði um gjalddaga verði breytt, þannig að svigrúm sé til að greiða gjald mánaðarlega.

Uppfærðar reglur samþykktar samhljóða.

Bæjarráð óskar eftir því að gjaldskrá verði endurskoðuð, m.a. með hliðsjón af því að tekið verður inn rafmagn á svæðið og settar upp öryggismyndavélar. Tekin verði ákvörðun um gjaldskrá með haustinu.