153. fundur 04. mars 2015 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Sigurbjartur Loftsson (SL) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Lýsing - Snæfellsbær

Málsnúmer 1502024Vakta málsnúmer

Snæfellsbær óskar eftir umsögn á lýsingu vegna aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

2.Aðalskipulagsbreyting - Aðveitustöð

Málsnúmer 1411012Vakta málsnúmer

Erindi frestað á 152. fundi. Auglýsingartíma "Lýsingar" lauk 8. janúar 2015. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust innann tímafrests. Fjögur bréf/tölvupóstar bárust 27-29. jan. 2015. Óskað var eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Landsneti, Rarik, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Hesteigandafélagi Grundarfjarðar. Umsagnir hafa borist frá öllum. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu og greinagerð er lögð fram til samþykktar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin á aðalskipulaginu og greinagerðin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi samkvæmt 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal kynna tillöguna sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd.

3.Deiliskipulag vestan Kvernár

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær leggur fram deiliskipulagstillögu ásamt greinagerð fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi samkvæmt 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða aðalskipulagsbreytingu. Heimilt er að falla frá lýsingu þar sem allar meginforsendur koma fram í breytingu á aðalskipulaginu.

4.Nesvegur 4, 4b og 6 - Breyting á deiliskipulagi Framness.

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli og Lögbirtingarblaðinu 14-15.jan.2015 og rann athugasemdafrestur út 25.feb.2015. Eitt bréf barst, dags. 26.01.2015. Óskað var eftir umsögnum frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vinnueftirlitinu og vegagerðinni. Umsagnir bárust frá öllum nema Vinnueftirlitinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu vegna ábendingar Skipulagsstofnunnar og leggur til að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið verði auglýst samhliða.

5.Deiliskipulag - Hafnargarðs - Grundarfjörður

Málsnúmer 1502025Vakta málsnúmer

Erindi frá Skipulagsstofnun. Óvissa um gildistöku deiliskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að fengin verði frestur til að laga þetta deiliskipulag, þar til endurskoðun á aðalskipulagi hefur verið kláruð.

6.Óbyggðanefnd, bréf dags. 26.01.2015

Málsnúmer 1502006Vakta málsnúmer

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisnefndar á 182. fundi Bæjarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að til að afrit af bréfinu verði sent á alla eigendur jarða í Eyrarsveit og óskað eftir að þeir bregðist við með því að skila inn merkjalýsingum/uppdrætti sem sýna landsvæði jarðanna og eignarétt.

7.Geymslusvæði Hjallatúni 1 - endurskipulagning

Málsnúmer 1502001Vakta málsnúmer

Erindið frestað á 152. fundi og erindi vísað til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá og reglum verði breytt.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að öllum verði sagt upp á geymslusvæðinu og svæðið endurskipulagt miðað við uppdrátt. Þeim sem er á svæðinu verði gert að fjarlægja allt af svæðinu eða sækja um númeruð svæði innan girðingar og færa sig inn á það svæði.

Fundi slitið - kl. 18:00.