Hafsteinn Garðarsson óskar eftir að heimilt verði að setja upp biðskyldumerki á Borgarbraut - Nesveg, þannig að umferð sem kemur niður Borgarbraut sé háð biðskyldu. Bréf með skissu fylgir með.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu. (UÞS) situr hjá undir þessum lið.
Bréf vegna afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar vegna bókunnar. Bréf dags. 7.maí 2015.
Bréf lagt fram og bæjarstjórn bent á að umhverfisnefnd fer með umferðamál í Grundarfjarðarbæ (fundur 186 í bæjarstjórn). Umhverfisnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi ásamt formanni umhverfisnefndar fari yfir umferðarmál á hafnarsvæði með hafnarstjóra. (UÞS) og (JÓK) sitja hjá undir þessum lið.