157. fundur 10. júní 2015 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Bjarni Jónasson (BJ) 3. varamaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) 1. varamaður
  • Sigurbjartur Loftsson (SL) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar Þéttbýli Hafnarsvæði.

Málsnúmer 1305009GRUVakta málsnúmer

Drög að aðalskipulagsuppdrætti er lagður fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að ”lýsing“ verði auglýst að nýju samkvæmt 1.mgr. 30.gr. í skipulagsreglugerð nr.123/2010, og kynningarfundur á tillögu verði haldinn samkvæmt 2.mgr. 30.gr. í skipulagsreglugerð nr. 123/2010 í framhaldi.

2.Ártún 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 1503036Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, MBL, Skessuhorni, Jökli og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og lauk athugasemdaferli 4.júní. Engar athugasemdir bárust. Óskað var eftir umsögn frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vegagerðinni og Vinnueftirlitinu.
(ÓT) og (VSM) víkja af fundi og inn á fundinn kemur (BJ)

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bætt verði inn í deiliskipulagið texta vegna tengingar á fráveitu og að malargryfjur verði með steypta veggi á þrjá vegu og öðrum athugsemdum í umsögnum verði svarað í fylgiskjali dags. 10.6.2015. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði sent á skipulagsstofnun samkv. 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

(BJ) vÍkur af fundi og (ÓT) og (VSM) koma aftur inn á fund.

3.Sólvellir 15 - byggingarleyfi

Málsnúmer 1406022Vakta málsnúmer

Olga Snædís Einarsdóttir kt.140260-7899 fyrir hönd Bolli ehf kt.570415-1230 sækir um að breyta núverandi og nýbyggingu við Sólvelli 15 í veitingarekstur/veitingastað samkvæmt uppdráttum frá TSO tækniþjónustu ehf. Erindi frestað á fundi 156.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

4.Fellabrekka 3 - Sólpallur

Málsnúmer 1505042Vakta málsnúmer

Hólmfríður Hildimundardóttir hefur sótt um byggingarleyfi fyrir sólpall við Fellabrekku 3 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Birni Jóhannessyni dags. 4.maí 2015. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur afgreitt erindið. Tilkynnist það hér með.
Lagt fram.

5.Setbergskirkja - Sáluhlið

Málsnúmer 1506007Vakta málsnúmer

Guðrún Hjaltadóttir, kt.030475-3139 fyrir hönd Setbergskirkju kt.560269-3079 sækir um byggingarleyfi á Sáluhlið við kirkjugarð samkvæmt uppdráttum frá Teiknistofunni Eik.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

6.Bætt umferðaröryggi á hafnarsvæði

Málsnúmer 1504052Vakta málsnúmer

Bréf vegna afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar vegna bókunnar. Bréf dags. 7.maí 2015.
Bréf lagt fram og bæjarstjórn bent á að umhverfisnefnd fer með umferðamál í Grundarfjarðarbæ (fundur 186 í bæjarstjórn). Umhverfisnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi ásamt formanni umhverfisnefndar fari yfir umferðarmál á hafnarsvæði með hafnarstjóra.
(UÞS) og (JÓK) sitja hjá undir þessum lið.

7.Hafnarsvæði - stöðuleyfi

Málsnúmer 1505041Vakta málsnúmer

Kristín Friðriksdóttir fyrir hönd Hátíðarfélags Grundarfjarðar, kt.460511-1270 sækir um stöðuleyfi á hátíðartjaldi á hafnarsvæði. Sama staðsetning og áður. Með umsóknin fylgir afstöðumynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar og bæjaryfirvalda.

8.Fellasneið 14 - Fyrirspurn

Málsnúmer 1506006Vakta málsnúmer

Gunnar Njálsson kt.271057-4239 óskar eftir að byggja gróðurhús á lóðinni við Fellasneið 14. stærð c.a.3x9m.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þurfa að grenndarkynna erindið þegar þar að kemur þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Óskað er eftir að gróðurhúsið uppfylli kröfur í byggingarreglugerð.

9.Umhverfisrölt nefndar

Málsnúmer 1506008Vakta málsnúmer

Myndir lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd áætlar að senda hlutaðeigendum ábendingar um það sem betur má fara.

Fundi slitið - kl. 19:00.