Málsnúmer 1507003

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 5. fundur - 29.06.2015

Lögð fram tillaga að samgönguáætlun 2015-2018 sem sýnir að gert er ráð fyrir framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs, stálþili , þekju og lögnum árið 2018. Alls er áætlað að heildarkostnaður það ár verði 207 m.kr., en heildarkostnaður er talinn vera um 400 m.kr.

Hafnarstjórn fagnar því að fjárveitingar fáist til verkefnisins, en felur jafnframt hafnarstjóra og formanni nefndarinnar að vinna að því að nægjanlegar fjárveitingar fáist áfram til þess að ljúka verkinu. Jafnframt verði leitað eftir því að fjármagn fáist á árunum 2016-2017 til þess að fullhanna verkið og undirbúa framkvæmdir.