Málsnúmer 1507009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 471. fundur - 09.07.2015

Lagt fram tilboð skv. verðkönnun frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf., vegna endurnýjunar á fráveitu við Sólvelli. Tilboðsfjárhæðin er 6.670 þús. kr. eftir endurútreikning.

Samþykkt samhljóða að veita skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarstjóra heimild til að semja um verkið við viðkomandi á grundvelli kostnaðaráætlunar.

Bæjarráð - 473. fundur - 30.07.2015

Lagður fram verksamningur um fráveitu við Sólvelli milli Grundarfjarðarbæjar og Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. Byggingarfulltrúa og bæjarstjóra hafði verið falið að ganga til samninga við fyrirtækið.

Samningurinn samþykktur samhljóða.