471. fundur 09. júlí 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fundur með sjávarútvegsráðherra 6. júlí sl.

Málsnúmer 1507012Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir fundi sem bæjarstjóri, ásamt forseta bæjarstjórnar áttu með sjávarútvegsráðherra 6. júlí sl. Helstu málefni fundarins voru athugasemdir bæjarins varðandi kvótamál er lúta að skel- og rækjubótum, byggðakvóta, makrílveiða og annarra þátta er varða byggðalagið.

2.Ísor, minnisblað dags. 02.07.2015, varðandi heitt vatn í Grundarfirði

Málsnúmer 1507017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Samband ísl. sveitarfélaga, bréf

Málsnúmer 1507016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til Velferðarráðuneytis, dags. 03.07.2015, um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.

4.Samband ísl. sveitarfélaga. Forsendur fyrir fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 1507015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Fundargerð 829. fundar stjórnar, frá 03.07.2015, lögð fram til kynningar.

6.Samningur um rekstur á Kaffi Emil

Málsnúmer 1506031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundur um Sögumiðstöð 24.06.2015

Málsnúmer 1507014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna fundar um málefni Eyrbyggju-sögumiðstöðvar.

8.Stjórnarfundur SSV

Málsnúmer 1501047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 117. fundar frá 10.06.2015.

9.Úthlutun íbúðar fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1507011Vakta málsnúmer

Ein umsókn barst um leiguíbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 38.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Eygló Guðmundsdóttur íbúðinni. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

10.Franska sendiráðið, boð í tilefni þjóðhátíðardags Frakklands

Málsnúmer 1507013Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir að fulltrúi Grundarfjarðarbæjar mæti á viðburðinn.

11.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umsóknir um starf menningar- og markaðsfulltrúa

Málsnúmer 1507010Vakta málsnúmer

Lagðar fram og kynntar umsóknir um starf menningar- og markaðsfulltrúa sem auglýst var laust til umsóknar. Alls bárust 16 umsóknir um starfið. Unnið er að úrvinnslu málsins og búist við að endanleg ákvörðun liggi fyrir fljótlega.

13.Starfsmannamál

Málsnúmer 1501074Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir viðræðum við fyrirtækið Líf og sál sálfræðistofu ehf., varðandi úttekt vegna starfsmannamála Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Samþykkt að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.

14.Fráveita við Sólvelli, tilboð

Málsnúmer 1507009Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð skv. verðkönnun frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf., vegna endurnýjunar á fráveitu við Sólvelli. Tilboðsfjárhæðin er 6.670 þús. kr. eftir endurútreikning.

Samþykkt samhljóða að veita skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarstjóra heimild til að semja um verkið við viðkomandi á grundvelli kostnaðaráætlunar.

15.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi Grundarfjarðarbæjar til Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem kallað er eftir efndum Orkuveitunnar á samningi milli hennar og Grundarfjarðarbæjar frá 20. sept. 2005 varðandi hitaveitumál.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að senda bréfið til Orkuveitunnar.

16.Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 1506033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 1507008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Hafnarstjórn - 5

Málsnúmer 1507003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Skipulags- og umhverfisnefnd - 158

20.Staðgreiðsluyfirlit

Málsnúmer 1501020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.