Málsnúmer 1509003

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 188. fundur - 10.09.2015

Bæjarstjórn hefur áhyggjur af málefnum flóttafólks sem hafa verið ofarlega á baugi í fréttum síðustu daga og vikur.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að vera þátttakandi í því að taka á móti flóttafólki til Íslands. Bæjaryfirvöld eru reiðubúin að ræða við fulltrúa velferðarráðuneytisins og Rauða krossins um það með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið að slíkri aðstoð.

Sérstaklega er bent á að í sveitarfélaginu er talsvert af íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs, sem nýta mætti til þessara mála. Semja þyrfti við Íbúðalánasjóð um lagfæringar á húsnæðinu og útleigu þess.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.