Málsnúmer 1511002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 191. fundur - 10.12.2015

  • .1 1511003 Kosning formanns og ritara
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Lagt til að Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir verði formaður nefndarinnar og Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi riti fundargerðir nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Nýr formaður nefndar (RDB) tók við fundarstjórn.
  • .2 1410021 Íþróttamaður ársins 2015
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Íþróttamaður Grundarfjarðar hefur undanfarin ár verið kjörinn fyrsta sunnudag í aðventu. Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur yfirumsjón með valinu.
    Ákveðið að kosning á íþróttamanni Grundarfjarðar fari fram í Sögumiðstöð þriðjudaginn 17. nóvember kl 18:00. Tilkynnt verður um kjörið og verðlaun afhent á aðventudegi kvenfélagsins 29. nóvember.

  • .3 1511004 Stefna íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Farið yfir stefnu íþrótta- og æskulýðsnefndar.
    Tillögur gerðar að breytingum. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að uppfæra stefnuna. Vísað til næsta fundar.
  • .4 1501043 Hreystivika
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Lagt er til að hreystivika verði haldin í janúar í stað febrúar ár hvert. Farið yfir dagskrá síðustu hreystiviku og hugmyndir settar fram um hreystivikuna 2016.

    Samhljóða samþykkt að hreystivikan 2016 standi yfir dagana 11.- 17. janúar.