Málsnúmer 1511015F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 191. fundur - 10.12.2015

  • .1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 478 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 23. okt. sl., þar sem spurst er fyrir um kostnaðarframlag Skipulagssjóðs, vegna aðalskipulagsgerðar. Jafnframt lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 9. nóv. sl., þar sem greint er frá því að sveitarfélagið getur fengið allt að helming kostnaðar styrktan úr Skipulagssjóði.

    Lagt er til að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Alta á grundvelli nálgunar- og verkáætlunar fyrirtækisins fyrir skipulagsgerðina, dags. í okt. 2015. Samningurinn taki jafnframt mið af áætluðu greiðslufyirkomulagi Skipulagssjóðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagðar fram upplýsingar um íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs í Grundarfirði. Gerð var grein fyrir ástandi íbúðanna og hverjar væru í ábúð og hverjar ekki. Jafnframt greint frá hugmyndum um það að koma sem flestum íbúðunum í íbúðarhæft ástand í samvinnu við Íbúðalánasjóð.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarsjórnar að vinna áfram að úrlausn mála með Íbúðalánasjóði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vesturlandi frá 9. nóv. sl., varðandi skipan almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi.

    Bæjarráð tekur undir erindið og telur skynsamlegt að skoða fyrirkomulag almannavarna á Vesturlandi, hugsanlega þannig að ein almannavarnarnefnd verði á öllu Vesturlandi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð dags. 30. nóv. sl., frá opnun verðkönnunar vegna vaðlaugar og heitra potta við sundlaug Grundarfjarðar.

    Verð komu frá tveimur aðilum:
    1) Gústi Ívars Ehf. 6.511 þús. kr., sem er 90% af kostnaðaráætlun
    2) Gunnar Þorkelsson 11.747 Þús. kr., sem er 162% af kostnaðaráætlun.
    3) Kostnaðaráætlun er 7.254 þús. kr.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga til samninga við Gústa Ívars Ehf. á grundvelli fyrirliggjandi verðkönnunar.

    Jafnframt lögð fram gögn um nauðsynlegan búnað sem þarf að kaupa vegna framkvæmda við sundlaugina. Um er að ræða varmaskipti, sandsíu, dælubúnað, klórstöð, klórdælu, jöfnunartank o.fl.

    Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra og umsjónarmanni fasteigna verði falið að ganga frá kaupum á nauðsynlegum búnaði.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 24. nóv. sl.,þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki I, gistiskáli og flokki II., sumarhús í Suður-Bár, Grundarfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á umbeðnum rekstri, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Gerð grein fyrir og sýndur uppdráttur af breytingu innanhúss í leikskólanum, sem leikskólastjóri hefur óskað eftir. Breytingin felst í skiptingu á einu rými í tvö.

    Bæjarráð samþykkir að fela umsjónarmanni fasteigna að framkvæma umræddar breytingar í samráði við byggingarfulltrúa og leikskólastjóra.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Setbergssóknar, þar sem óskað er aðkomu bæjaryfirvalda að ráðningu organista í hlutastarf eða styrkveitingu til þess að liðka fyrir ráðningu organistans.

    Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni sóknarnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ræða við fulltrúa sóknarnefndarinnar um aðkomu sveitarfélagsins í ráðningu organista til Setbergssóknar. Miða skal við að styrkur sveitarfélagsins nemi allt að 50% af föstum launum viðkomandi starfsmanns eða að hann verði ráðinn í sambærilegt stöðuhlutfall hjá sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf dags. 30. okt. sl., frá Snorraverkefninu, varðandi styrk til verkefnisins fyrir árið 2016.

    Bæjarráð getur ekki orðið við erindi verkefnisins um styrk á komandi ári.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá Kvennaathvarfinu dags í nóv. 2015, varðandi styrk fyrir árið 2016.

    Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um styrk til athvarfsins á komandi ári.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar frá 12. nóv. sl. til Mennta- og mennningarmálaráðuneytisins, varðandi frágang mála er lúta að Landsmóti unglinga UMFÍ í frjálsum íþróttum, sem til stóð að halda í Grundarfirði 2009/2010. Gerð var grein fyrir fundum sem forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa átt með ráðuneytinu, fjárlaganefnd Alþingis o.fl., varðandi málið.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram drög að afsali frá þrb. Dalshverfis ehf. til Grundarfjarðarbæjar, vegna Láróss, landnr. 136642, auk tveggja fasteigna, sem skráðar eru á landinu, fastanr 211-4777 og 211-4778.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við afsalsgjafa um stærð hins selda lands og verð.
    Bókun fundar Til máls tóku EBB, EG og ÞS.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Velferðarráðuneytisins og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands frá 20. nóv. sl., þar sem óskað er eftir því að starfsemi heilsugæslunnar í Grundarfirði verði elfd og að þegar í stað verði auglýst eftir starfi heilsugæslulæknis í Grundarfirði.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar dags. 20. nóv. sl. til Innanríkisráðuneytisins, fjárlaganefndar Alþingis og lögreglustjórans á Vesturlandi. Í bréfinu er óskað eftir því að fjárveitingar fáist á fjárlögum 2016 til þess auglýsa megi eftir lögreglumanni í Grundarfirði, en slíkt starf er sjálfsögð þjónusta, sem þarf að vera til staðar í sveitarfélaginu.
    Bæjarráð óskar eftir fundi með lögreglustjóranum á Vesturlandi.
  • Bæjarráð - 478 Lagður fram til kynningar samningur milli Vegagerðarinnar og Grundarfjarðarbæjar um ákveðana þjónustuþætti, sem Grundarfjarðarbær tekur að sér fyrir Vegagerðina á þjóðvegi í þéttbýli bæjarins.
    Lagt fram til kynningar.
  • .16 1501074 Starfsmannamál
    Bæjarráð - 478 Gerð var grein fyrir málefnum er snúa að starfsmannamálum í tónlistarskóla bæjarins. Jafnframt greint frá stefnu sem bænum hefur borist og lögð var fram í Héraðsdómi Vesturlands 17. nóv. sl.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, vegna skólaaksturs við skólann á vorönn 2015.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Vegagerðarinnar frá 23. okt. sl., varðandi mikilvægi góðrar vetrarþjónustu á vegum fyrir fyrirtæki í flutningaþjónustu og aðra vegfarendur. Jafnframt er þjónusta þessi grundvallar atriði fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda.
    Ennfremur lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar frá 10. nóv. sl, þar sem Vegagerðin tekur undir mikilvægi góðrar vetrarþjónustu.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 10. nóv. sl. varðandi skipulag og ferðamál.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20. nóv. sl.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 1. fundar Öldungaráðs Grundarfjarðar frá 24. nóv. sl. Jafnframt lögð fram drög að erindisbréfi fyrir ráðið o.fl. gögn.
    Bæjarráð fagnar stofnun Öldungaráðs Grundarfjarðar og óskar ráðinu velfarnaðar í starfi.
  • .22 1503035 Húsaleigusamningur
    Bæjarráð - 478 Lagður fram húsaleigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Íbúðalánasjóðs. Jafnframt vegna sömu eignar leigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og byggingafulltrúa, Gunnars Ragnarssonar.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Sorpurðunar Vesturlands dags. 23. nóv. sl., þar sem tilkynnt er um hækkun gjaldskrár fyrirtækisins.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 77. fundar stjórnar FSS og 3. fundar með samráðshópi um stefnumótun um búsetuþjónustu fatlaðra.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 33. fundar Framkvæmdaráðs Snæfellsness frá 25. nóv. sl.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um frumv. til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga dags. 19. nóv. sl.
    Lagt fram til kynningar.