Málsnúmer 1511032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 493. fundur - 22.12.2016

Lagður fram dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli fyrrum starfsmanns gegn Grundarfjarðarbæ, vegna uppsagnar á starfi við ræstingar. Starfsmanninum hafði verið sagt upp starfinu vegna verulegra breytinga á fyrirkomulagi þess, sem fól m.a. í sér að starfshlutfall minnkaði um 2/3 hluta.

Niðurstaða dómsins er sú að Grundarfjarðarbær hefði átt að bjóða viðkomandi starfsmanni hið breytta starf í stað þess að auglýsa starfið laust til umsóknar. Á grundvelli þess er uppsögnin ekki talin lögmæt og bærinn dæmdur til þess að greiða 650.000 kr. í bætur, auk málskostnaðar.

Samkvæmt dómnum er Grundarfjarðarbær sýknaður af kröfu um miskabætur, þar sem framganga við uppsögnina þótti ekki fela í sér ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi starfsmanni.

Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.