Málsnúmer 1512010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 191. fundur - 10.12.2015

Lagt fram afrit af viðtali við forstjóra Fangelsismálastofnunar, Pál Winkel, þar sem fram kemur að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar séu mun minni en óskað hafði verið eftir og hugsanlega þurfi að koma til lokunar á einhverjum fangelsum, þ.á.m. fangelsinu á Kvíabryggju.

Til máls tóku EG, JÓK, HK, ÞS, RG, BP og EBB.

Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Grundarfjarðar ítekar óskir sínar um aukin fjárframlög til Fangelsismálastofnunar, svo unnt verði að halda eðlilegum rekstri fangelsa gangandi og viðhalda eignum stofnunarinnar. Ótækt er að loka einu af hagkvæmari fangelsum landsins sem fangelsið Kvíabryggja er. Slík lokun er í andstöðu við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fækka ekki opinberum störfum á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða.