Málsnúmer 1512012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 479. fundur - 15.12.2015

Lögð fram beiðni um umsögn Lögreglustjórans á Vesturlandi vegna tveggja umsókna frá Björgunarsveitinni Klakk. Annars vegar er um að ræða umsókn um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu og hins vegar umsókn um leyfi til skoteldasýningar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknir Björgunarsveitarinnar Klakks um flugeldasölu og flugeldasýningu á þrettándanum í tengslum við þrettándabrennu bæjarins.

Samþykkt samhljóða.