479. fundur 15. desember 2015 kl. 16:30 - 19:02 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Fulltrúar í skólanefnd, þau Sigríður G. Arnardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir og Hólmfríður Hildimundardóttir sátu fundinn undir lið 3.
Stýrihópur um 5 ára deild leikskólabarna sat jafnframt fundinn undir sama lið. Í hópnum sitja Sigríður G. Arnardóttir, Björg Karlsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Jöfnunarsjóður sveitafélaga. Úthlutanir ársins 2016

Málsnúmer 1511011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar áætlaðar úthlutanir jöfnunarsjóðs á árinu 2016 á framlagi vegna fatlaðra nemenda annars vegar og vegna nýbúafræðslu hins vegar.

3.Vinna stýrihóps um fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Sigríður G. Arnardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Hólmfríður Hildimundardóttir, allar fulltrúar skólanefndar. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Björg Karlsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, sem skipa stýrihóp um fimm ára deild leikskólabarna ásamt Sigríði G. Arnardóttur.

Lögð fram skýrsla með niðurstöðum stýrihóps um fimm ára deild leikskólabarna. Fulltrúar stýrihóps gerðu grein fyrir vinnu sinni og niðurstöðum.

Allir tóku til máls.

Að umræðum loknum yfirgáfu gestir fundinn.

Bæjarráð telur tillögu að stofnun fimm ára deildar leikskólabarna góða. Bæjarráð felur skólanefnd að halda kynningu fyrir foreldra barna sem fædd eru árið 2010 eins fljótt og kostur er. Í framhaldi mun skólanefnd undirbúa stofnun deildarinnar í samráði við skólastjórnendur. Auglýst yrði eftir starfsmanni leikskóladeildar fljótlega eftir áramót.

Samþykkt samhljóða.

4.Dvalar-og hjúkrunarheimilið Fellaskjól v/viðbyggingar

Málsnúmer 1501049Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dvalarheimilið Fellaskjól, en til stendur að byggja sex hjúkrunaríbúðir við heimilið.

Jafnframt lagt fram minnisblað frá fundi með forsvarsmönnum Dvalarheimilisins Fellaskjóls, bæjarins og Framkvæmdasýslu ríkisins frá 9. des. sl., þar sem fram kemur að heildarkostnaður við verkefnið er talinn mun meiri en í upphafi var áætlað.

Bæjarstjóra falið að ræða nánar við stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls um hvernig best verður staðið að framvindu mála í samvinnu við ríkisvaldið.

5.Umsögn vegna sölu flugelda og -sýningu

Málsnúmer 1512012Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um umsögn Lögreglustjórans á Vesturlandi vegna tveggja umsókna frá Björgunarsveitinni Klakk. Annars vegar er um að ræða umsókn um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu og hins vegar umsókn um leyfi til skoteldasýningar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknir Björgunarsveitarinnar Klakks um flugeldasölu og flugeldasýningu á þrettándanum í tengslum við þrettándabrennu bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

6.Málefni fatlaðra

Málsnúmer 1512011Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 11.12.2015, varðandi endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um málefni fatlaðra. Samningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runnin út og þarf því að kanna með vilja sveitarfélaga til þess að endurnýja samninginn.

Grundarfjarðarbær telur mikilvægt að aðildarsveitarfélögin ræði saman varðandi framhald mála, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Lagt til að Samband sveitarfélaga á Vesturlandi boði slíkan fund við fyrstu hentugleika.
Sérstaklega verði skoðað hvort ekki sé heppilegt að þjónustusvæðið verði brotið upp og í stað þess að hafa eitt sameiginlegt þjónustusvæði verði þau fleiri, til að mynda verði Snæfellsnes hugsanlega eitt þjónustusvæði.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

Jafnframt lögð fram til kynningar dagskrá fundar sem haldinn verður 16. des. nk. á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga um niðurstöðu endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

7.Markviss fræðsluáætlun

Málsnúmer 1512013Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Mannauðssjóði Samflots þar sem tilkynnt er að á grundvelli umsóknar hefur Grundarfjarðarbær fengið símenntunarstyrk til gerðar fræðsluáætlunar allt að 889 þús. kr.

Bæjarráð fagnar því að styrkur þessi hafi fengist frá sjóðnum.

8.Lögreglumál

Málsnúmer 1504040Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar frá fundi sem haldinn var 07.12.2015 um viðbrögð vegna óveðurs.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:02.