Málsnúmer 1601006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 192. fundur - 14.01.2016

Farið var yfir hugmyndir um að bæjarfulltrúar verði með sérstaka viðtalstíma í Ráðhúsi bæjarins.
Jafnframt rætt um að halda almennan íbúafund, þar sem kynnt verði helstu málefni sem bæjaryfirvöld vinna að og eiga samtal við íbúa sveitarfélagsins.

Lögð fram svofelld tillaga: "Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð 3. miðvikudag mánaðar. Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa er áætlaður 20. janúar. nk.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að almennur íbúafundur verði haldinn um mánaðarmótin febrúar/mars, þar sem fjallað verður um ýmis mál sem ofarlega eru á baugi hjá sveitarfélaginu".
Allir tóku til máls.
Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.