192. fundur 14. janúar 2016 kl. 16:30 - 18:44 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 479

Málsnúmer 1512003FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 479 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 479 Lagðar fram til kynningar áætlaðar úthlutanir jöfnunarsjóðs á árinu 2016 á framlagi vegna fatlaðra nemenda annars vegar og vegna nýbúafræðslu hins vegar.
  • Bæjarráð - 479 Undir þessum lið sátu Sigríður G. Arnardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Hólmfríður Hildimundardóttir, allar fulltrúar skólanefndar. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Björg Karlsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, sem skipa stýrihóp um fimm ára deild leikskólabarna ásamt Sigríði G. Arnardóttur.

    Lögð fram skýrsla með niðurstöðum stýrihóps um fimm ára deild leikskólabarna. Fulltrúar stýrihóps gerðu grein fyrir vinnu sinni og niðurstöðum.

    Allir tóku til máls.

    Að umræðum loknum yfirgáfu gestir fundinn.

    Bæjarráð telur tillögu að stofnun fimm ára deildar leikskólabarna góða. Bæjarráð felur skólanefnd að halda kynningu fyrir foreldra barna sem fædd eru árið 2010 eins fljótt og kostur er. Í framhaldi mun skólanefnd undirbúa stofnun deildarinnar í samráði við skólastjórnendur. Auglýst yrði eftir starfsmanni leikskóladeildar fljótlega eftir áramót.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku RG,EG,ÞS,HK,EBB,JÓK
  • Bæjarráð - 479 Lagðar fram teikningar og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dvalarheimilið Fellaskjól, en til stendur að byggja sex hjúkrunaríbúðir við heimilið.

    Jafnframt lagt fram minnisblað frá fundi með forsvarsmönnum Dvalarheimilisins Fellaskjóls, bæjarins og Framkvæmdasýslu ríkisins frá 9. des. sl., þar sem fram kemur að heildarkostnaður við verkefnið er talinn mun meiri en í upphafi var áætlað.

    Bæjarstjóra falið að ræða nánar við stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls um hvernig best verður staðið að framvindu mála í samvinnu við ríkisvaldið.
  • Bæjarráð - 479 Lögð fram beiðni um umsögn Lögreglustjórans á Vesturlandi vegna tveggja umsókna frá Björgunarsveitinni Klakk. Annars vegar er um að ræða umsókn um leyfi til sölu á skoteldum í smásölu og hins vegar umsókn um leyfi til skoteldasýningar.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknir Björgunarsveitarinnar Klakks um flugeldasölu og flugeldasýningu á þrettándanum í tengslum við þrettándabrennu bæjarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.6 1512011 Málefni fatlaðra
    Bæjarráð - 479 Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 11.12.2015, varðandi endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um málefni fatlaðra. Samningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runnin út og þarf því að kanna með vilja sveitarfélaga til þess að endurnýja samninginn.

    Grundarfjarðarbær telur mikilvægt að aðildarsveitarfélögin ræði saman varðandi framhald mála, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Lagt til að Samband sveitarfélaga á Vesturlandi boði slíkan fund við fyrstu hentugleika.
    Sérstaklega verði skoðað hvort ekki sé heppilegt að þjónustusvæðið verði brotið upp og í stað þess að hafa eitt sameiginlegt þjónustusvæði verði þau fleiri, til að mynda verði Snæfellsnes hugsanlega eitt þjónustusvæði.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

    Jafnframt lögð fram til kynningar dagskrá fundar sem haldinn verður 16. des. nk. á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga um niðurstöðu endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

  • Bæjarráð - 479 Lagður fram tölvupóstur frá Mannauðssjóði Samflots þar sem tilkynnt er að á grundvelli umsóknar hefur Grundarfjarðarbær fengið símenntunarstyrk til gerðar fræðsluáætlunar allt að 889 þús. kr.

    Bæjarráð fagnar því að styrkur þessi hafi fengist frá sjóðnum.
  • 1.8 1504040 Lögreglumál
    Bæjarráð - 479 Lagðir fram minnispunktar frá fundi sem haldinn var 07.12.2015 um viðbrögð vegna óveðurs.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 163

Málsnúmer 1512001FVakta málsnúmer

  • 2.1 1512006 Umsókn um lóð
    Gunnar Skipulags- og umhverfisnefnd - 163 Jónas Bjarni Árnason, kt:050774-5389 og Kristín Ýr Pálmadóttir, kt:260274-3259 sækja um lóðina Fellasneið 22 til að byggja einbýlishús.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að lóðarumsóknin sé samþykkt
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 163 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi haldi áfram með þá vinnu sem komin er af stað. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 163 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Grundarfjarðarbær leiti eftir samstarfi við Íslenska gámafélagið um aukna kynningu á flokkun og úrvinnslu sorps t.d. með kynningarmyndbandi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 164

Málsnúmer 1601001FVakta málsnúmer

  • Sigríður Finsen, kt.071158-2179 fyrir hönd TSC ehf, kt.571201-2670 sækir um byggingarleyfi vegna breytingar á gluggum á suðurhlið hússins að Grundargötu 50, samkv. uppdráttum frá Ólöfu Flygenring . Skipulags- og umhverfisnefnd - 164 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á gluggum á suðurhlið hússins. Bókun fundar Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 164 Skipulag-og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar erindinu til bæjarstjórnar. Bókun fundar Samþykkt samhljóða að fela byggingafulltrúa að vinna endanlega tillögu að framkvæmd málsins.
    Allir tóku til máls.

4.Félagsmálanefnd 155. fundur

Málsnúmer 1601003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

5.Bréf frá stjórn Hitaveitu Kóngsbakka

Málsnúmer 1601002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Hitaveitu Kóngsbakka h/f frá 28. des. sl. til Veitna ohf., þar sem óskað er eftir því að Orkuveita Reykjavíkur/Veitur ohf. kanni þann möguleika að bora eftir heitu vatni í landi Kóngsbakka, sem nýtast megi Grundfirðingum og nærsveitum til hitaveituvæðingar. Bæjarstjórn Grundarfjarðar felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að fylgja erindinu eftir við Orkuveitu Reykjavíkur/Veitur ohf. á grundvelli samnings milli aðila um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar.
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
Allir tóku til máls.

6.Aðalskipulag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Lagðir fram samningar milli annars vegar Grundafjarðarbæjar og hins vegar ráðgjafafyrirtækisins Alta um endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Samningarnir hafa verið undirritaðir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Ráðgert er að skipulagsvinnan hefjist í þessum mánuði og verði lokið seinni hluta árs 2017.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyirliggjandi samninga.

7.Sundlaug, framkvæmdir

Málsnúmer 1509016Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Gústa Ívars ehf., þar sem verktaki tekur að sér að vinna ákveðanar breytingar á aðstöðu við Sundlaug Grundarfjarðar samkvæmt verklýsingu þar um. Ráðgert er að verkinu ljúki eigi síðar en 1. apríl 2016.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan verksamning fyrir sitt leyti.

8.Markviss fræðsluáætlun

Málsnúmer 1512013Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Simenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Grundarfjarðarbæjar um það að Símenntunarmiðstöðin vinni verkefni sem kallast "Fræðslustjóri að láni" fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Markmið verkefnisins er að framkvæma þarfagreiningu fyrir fræðslu og vinna heildstæða fræðsluáætlun sem byggir á þarfagreiningunni. Verkefnið er styrkt af Mannauðssjóði Samflots og nær til allra starfsmanna sveitarfélagsins. Ráðgert er að verkefninu ljúki eigi síðar en 1. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

9.Öldungaráð, erindisbréf

Málsnúmer 1511027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fyrir Öldungaráð Grundarfjarðar. Bæjaryfirvöld hafa unnið erindisbréfið og lagt það fram til athugasemda hjá Öldungaráðinu.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir Öldungaráð Grundarfjarðar.

10.Íslenska Gámafélagið, sorphirðusamningur 2016, drög

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lögð fram samningsdrög að samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Íslenska Gámafélagsins um sorphirðu í bænum og þjónustu á gámasvæði bæjarins.
Í drögunum er gert ráð fyrir að Gámafélagið taki yfir rekstur á gámasvæði bæjarins og settar eru fram hugmyndir um að nota sérstök klippikort sem nýtt verða fyrir þjónustu á gámasvæðinu. Kynntar hugmyndir að notkun slíkra korta.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari útfærslu.
Allir tóku til máls.

11.Íbúasamráð

Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer

Farið var yfir hugmyndir um að bæjarfulltrúar verði með sérstaka viðtalstíma í Ráðhúsi bæjarins.
Jafnframt rætt um að halda almennan íbúafund, þar sem kynnt verði helstu málefni sem bæjaryfirvöld vinna að og eiga samtal við íbúa sveitarfélagsins.

Lögð fram svofelld tillaga: "Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð 3. miðvikudag mánaðar. Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa er áætlaður 20. janúar. nk.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að almennur íbúafundur verði haldinn um mánaðarmótin febrúar/mars, þar sem fjallað verður um ýmis mál sem ofarlega eru á baugi hjá sveitarfélaginu".
Allir tóku til máls.
Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

12.Vegagerðin, vegna Hálsvegs, bréf

Málsnúmer 1512015Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi landeigenda að Hálsi, til vegagerðarinnar, móttekið 17. des. sl., þar sem því er mótmælt að til standi að fella Hálsveg út af vegaskrá.
Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið bréfritara.

13.Jöfnunarsjóður sveitafélaga. Húsaleigubætur ársins 2016

Málsnúmer 1511012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem fram koma áætluð framlög sjóðsins til almennra húsaleigubóta á árinu 2016.

14.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta og gerði grein fyrir þeim.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:44.