Málsnúmer 1601014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 193. fundur - 11.02.2016

Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur tilgang breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012, sem miðar að lækkun byggingakostnaðar íbúða af hinu góða.
Bæjarstjórn vill þó vara við því að kröfur um byggingar verði ekki rýmkaðar það mikið að það komi niðum á gæðum íbúða.
Sérstaklega verði hugað að því að breytingar á kröfum um aðgengi fatlaðra verði ekki breytt með þeim hætti að aðgengi þeirra verði verra en í gildandi reglugerð.
Samþykkt samhljóða.