193. fundur 11. febrúar 2016 kl. 16:30 - 18:14 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá


Forseti setti fund.


Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.

Ólafía Dröfn Hjálmarsdóttir, fædd 11. janúar 1960, látin 30. janúar 2016.

Fundarmenn risu úr sætum

Áður en gengið var til dagskrár var óskað eftir að taka nýtt mál "Lögreglumál" á dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð - 480

Málsnúmer 1601004FVakta málsnúmer

 • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 480 Lagt fram til kynningar
 • 1.2 1601011 Jafnréttisáætlun
  Bæjarráð - 480 Lögð fram drög að nýrri jafnréttisáætlun fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
  Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa fyrirliggjandi jafnréttisáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram uppgjör milli Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar vegna embættis byggingarfulltrúa, sem kostaður var sameiginlega af sveitarfélögunum.
  Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi uppgjör.
 • 1.4 1601015 Sjúkraþjálfun
  Bæjarráð - 480 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 26. janúar sl., þar sem óskað er eftir því að Heilbrigðisstofnunin beiti sér fyrir því að þjónusta sjúkraþjálfara verði til staðar í Grundarfirði.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með fulltrúum Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem fyrst.
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram erindi Sigríðar Hjálmarsdóttur, þar sem hún óskar eftir að fá íbúð 101 að Ölkelduvegi 9 til leigu frá 1. febrúar nk.
  Jafnframt óskar hún eftir að losna undan leigusamningi vegna Ölkelduvegar 1 frá sama tíma.
  Fyrirliggjandi erindi samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falinn frágangur mála.
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram erindi, þar sem óskað er eftir að fá leigða íbúðina Ölkelduveg 1.
  Bæjarráð samþykkir að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar frá 15. febrúar nk. í því ástandi sem hún er.
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram bréf formanns stjónar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 27. janúar sl., varðandi viðbótarumsókn stjórnarinnar í Framkvæmdasjóð aldraðara til samræmis við nýja og hærri kostnaðaráætlun, vegna fyrirhugaðara byggingarframkvæmda við Fellaskjól. Óskar stjórnin eftir því að fá endurnýjaða staðfestingu á þáttöku bæjarins í framkvæmdunum.
  Bæjarráð Grundarfjarðar bendir á fyrri samþykkt bæjarstjórnar stendur, þar sem miðað er við 40 % framlag úr Framkvæmdasjóði á móti 60 % framlagi rekstraraðila til slíkra bygginga.
  Jafnframt vill bæjarráð benda á möguleika á því að sækja um 45 % ríkisframlag til viðbótar við 40 % framlag frá Framkvæmdasjóði.
 • Bæjarráð - 480 Lögð fram drög að auglýsingu um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni.
  Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir rekstraraðilum kaffihúss í Sögumiðstöðinni á grundvelli fyrirliggjandi auglýsingar.
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 11. janúar sl, þar sem spurst er fyrir um það hvort Grundarfjarðarbær hyggist leigja Ölkelduveg 3 eftir að leigutíma lýkur 31. mars nk.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að leigja íbúðina áfram.
 • Bæjarráð - 480 Lagðir fram leigusamningar, vegna Fellabrekku 21, annars vegar milli Íbúðalánasjóðs og Grundarfjarðarbæjar og hins vegar milli Gunnars Ragnarssonar og Grundarfjarðarbæjar.
  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga samhljóða.
 • 1.11 1601010 Flokkun sorps
  Bæjarráð - 480 Lagt fram yfirlit á sorpflokkum og sorpmagni í Grundarfirði fyrir árið 2015. Í heild er sorp á gámasvæði og frá heimilum 501 tonn á árinu 2015. Þar af eru 139,5 tonn frá heimilum. Rétt um helmingur þess fer í endurvinnslu og moltugerð og hinn helmingurinn í urðun. Á gámasvæðinu er tekið á móti 361,8 tonnum og fara 56% í endurvinnslu, 20 % á tipp, 22% í urðun og 3% í eyðingu.
  Markmiðið er að lágmarka það sem til urðunar fer.
 • Bæjarráð - 480 Lögð fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna endurmatsbeiðni á fasteignunum Nesvegi 21 og 14.
  Bæjarráð Grundarfjarðar gerir ekki athugasemdir við að endurmat af þessum toga fari fram, en bendir á að óeðlilega lágt söluvirði fasteigna getur haft áhrif á heildarfasteignamat í sveitarfélaginu, nema sérstaklega sé leiðrétt fyrir það.
 • 1.13 1601012 Innkaupareglur
  Bæjarráð - 480 Lögð fram drög að nýjum innkaupareglum fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum.
  Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi drögum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram til kynningar
 • Bæjarráð - 480 Lagt fram til kynningar

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 165

Málsnúmer 1602001FVakta málsnúmer

 • 2.1 1602007 GF2-Strengur
  Verkfræðistofan Efla hf hefur lagt inn drög fyrir hönd Landsnets að lagningu 66kV jarðstrengs, Grundarfjarðarlínu 2, frá nýja tengivirkinu að Ártúni 21 að tengivirki í Ólafsvík, alls um 26 km leið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 165 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Samþykkt
 • Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi 5. nóvember 2015 að endurauglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Deiluskipulagið fór í auglýsingu 9. desember 2015.
  Frestur til að koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri til skipulags- og byggingarfulltrúa var til 21. janúar 2016.
  Ein athugasemd barst með tölvupóst.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 165 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að deiluskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun samkv. 1.mgr 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að bæta inná deiliskipulagið kvöð um umferð og lagnir eins og fram kemur í lóðarleigusamningi lóðar 4a og að svara framkominni athugasemd.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar
  með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

3.Skólanefnd - 131

Málsnúmer 1602002FVakta málsnúmer

 • Skólanefnd - 131 Björg Karlsdóttir fór yfir skýrslu sína um leikskólann, sem unnin er í febrúar 2016. Þar kemur meðal annars fram að í leikskólanum eru 68 nemendur og stefnir í að börnin verði 70 í apríl nk. Starfsmenn alls eru 22, þar af eru 16 starfsmenn í beinni umönnun.
  Starfsmannahald hefur verið erfitt og mikið álag hefur verið á starfsmönnum m.a., vegna veikinda.

  Jafnframt gerði skólastjóri grein fyir hugmyndum um að heimsækja skóla í London, sem notar svokallaða Montessori stefnu.
  Skólastjóri ræddi um fyrirkomulag ræstinga í skólanum og starf í eldhúsi. Skólastjóra er falið að vinna að úrlausn mála.

  Skólanefnd Grundarfjarðar telur ekki tímabært að senda starfsmenn frá leikskólanum Sólvöllum til London til þess að kynna sér Montessori stefnu.
 • Skólanefnd - 131 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og starfsemi skólans og svaraði fyirspurnum nefndarmanna.
  Litlar sem engar breytingar eru á starfsmannahaldi skólans og nemendafjöldi er 92.
  Skólastjóri gerði síðan sérstaka grein fyrir samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Alls þreyttu 35 nemendur samræmd könnunarpróf í grunnskóla Grundarfjarðar. Ennfremur var gerð grein fyrir læsisstefnu, skólapúlsi, umbótaáætlun ofl.
  Námsstefna Kennarafélags Vesturlands verður í Grundarfirði 30. sept. nk.
 • Skólanefnd - 131 Sigurður G. Guðjónsson skólastjóri tónlistarskólans fór yfir skýrslu og starfsemi skólans. Gerði hann einnig grein fyrir góðu samstarfi milli grunnskólans og tónlistarskólans.
  Stefnt er að vortónleikum sunnudaginn 8. maí nk.
 • Skólanefnd - 131 Gerð var grein fyrir fundum og vinnu sérstakra starfshópa bæjarins um stofnun 5 ára deildar í grunnskólanum.
  Jafnframt var farið yfir bréf dags. 7. feb. sl. frá foreldrum barna í leikskólanum, þar sem bent er á ýmis atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en 5 ára deild verður stofnsett í grunnskólanum.

  Að svo búnu fór skólanefnd ásamt skólastjórum, fulltrúa starfsmanna leikskólans og fulltrúa foreldrafélags grunnskólans í skoðunarferð í það húsnæði grunnskólans, sem hugmyndin er að nýta fyrir hina nýju deild 5 ára barna.

  Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að stigið verði skrefið og stofnuð sérstök 5 ára deild í grunnskólanum. Auglýst verði eftir leikskólakennara og hafin vinna við nauðsynlegan undirbúning og lagfæringar, sem vinna þarf áður en að starfsemi deildarinnar getur hafist.
 • 3.5 1602008 Umboðsmaður barna
  Skólanefnd - 131 Lagt fram til kynningar bréf dags. 4. feb. sl., þar sem umboðsmaður barna skorar á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum.
 • Skólanefnd - 131 Lögð fram til kynningar dagskrá námsstefnu fyrir leik- og grunnskólakennara, sem haldin verður 17. mars nk.

4.Fjölbrautaskóli Snæfellinga, skólanefnd

Málsnúmer 1601018Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að bæjarstjórn Snæfellsbæjar tilnefni fulltrúa í staðin fyrir Magnús Þór Jónsson, sem beðist hefur lausnar.
Hilmar Már Arason, hefur verið tilnefndur.
Samþykkt samhljóða.

5.Byr SH-9, forkaupsréttur

Málsnúmer 1602003Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt af Byr SH-9, sem er til sölu.
Samþykkt samhljóða.

6.Innkaupareglur

Málsnúmer 1601012Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að innkaupareglum sem lagðar hafa verið fyrir bæjarráð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að innkaupareglum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim.

7.Jafnréttisáætlun

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri jafnréttisáætlun, sem lögð hefur verið fyrir bæjarráð.Til máls tóku RG, JÓK, HK og EG

Bæjarsjórn Grundarfjarðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falið að ganga endanlega frá þeim.

8.Fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf nokkurra foreldra í leikskólanum Sólvöllum, Þar sem bent er á nokkur atriði sem brýnt er að skoða vegna stofnunar 5 ára deildar barna í grunnskólanum.

Bæjarstjórn vísar til samþykktar skólanefndar um 5 ára deild undir 4.tl. skólanefndar og þakkar jafnframt fyrir ágætar ábendingar í fyrirliggjandi bréfi, sem nýtast munu við undirbúning deildarinnar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um stofnun sérstakrar 5 ára deildar í grunnskólanum. Jafnframt að auglýst verði eftir leikskólakennara og hafin vinna við nauðsynlegan undirbúning og lagfæringar, sem vinna þarf áður en að starfsemi deildarinnar getur hafist. Miðað er við að haft verði samráð við skólanefnd og nýjan starfskraft um undirbúning starfs og húsnæðis.

Bæjarstjórn þakkar þeim aðilum og starfshópum sem komið hafa að framgangi málsins fyrir vel unnin störf.

9.Breytingar á byggingarreglugerð

Málsnúmer 1601014Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur tilgang breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012, sem miðar að lækkun byggingakostnaðar íbúða af hinu góða.
Bæjarstjórn vill þó vara við því að kröfur um byggingar verði ekki rýmkaðar það mikið að það komi niðum á gæðum íbúða.
Sérstaklega verði hugað að því að breytingar á kröfum um aðgengi fatlaðra verði ekki breytt með þeim hætti að aðgengi þeirra verði verra en í gildandi reglugerð.
Samþykkt samhljóða.

10.Umboðsmaður barna

Málsnúmer 1602008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fræðsluferð, Osló

Málsnúmer 1602009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að dagskrá fyrir fræðsluferð sveitarstjórnarmanna til Noregs.
Stjórn SSV var falið að skipuleggja fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og embættismenn vorið 2016. Vestlendingar fóru síðast slíka ferð árið 2008 til Skotlands. Markmiðið með ferðinni er að kynna sér skipulag sveitarstjórnarstigsins í viðkomandi landi, nýjungar í rekstri sveitarfélaga og verkefni sem ýta undir jákvæða byggðþróun.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að sendi 2-3 fulltrúa bæjarins í ferðina.

12.Bréf vegna vinnu um samræmda afmörkun lóða 08.11.15

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Ríkisendurskoðun, 30.01.2015 v/Umhverfissjóðs Snæfellsness

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ríkisendurskoðunar dags. 29. janúar sl., vegna Umhverfissjóðs Snæfellsness.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kynna stjórn sjóðsins efni bréfsins.

14.Ljósleiðari, samráðsfundur 26.01.16

Málsnúmer 1602013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

15.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 1505013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

16.Lögreglumál

Málsnúmer 1504040Vakta málsnúmer

Vegna frétta um aukin umsvif lögreglu á Suðurlandi við Reynisfjöru, óskar bæjarstjórn Grundarfjarðar eftir þvi að þegar í stað verði ráðið í starf lögreglumanns í Grundarfirði.
Ósk þessi er ítrekun á fyrri beiðnum sveitarfélagsins á ráðningu lögreglumanns í byggðarlagið m.a. vegna mikillar aukningar á umferð ferðamanna og ekki síður öryggis íbúa.
Bregðast þarf við með fyrirbyggjandi aðgerðum áður en það er um seinan.

17.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:14.