Málsnúmer 1602005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 194. fundur - 10.03.2016

 • Hin árlega ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar hefur verið haldin með nýju þema hvert ár. Ákveða þarf því nýtt þema fyrir árið 2016 og hefja keppnina formlega.
  Farið var yfir þemu undanfarinna ára og settar fram hugmyndir fyrir næstu keppni.
  Menningarnefnd - 8 Samþykkt var samhljóða að þema Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2016 verði "líf og leikur".
 • Farið var yfir þá viðburði sem eru framundan í Grundarfjarðarbæ árið 2016. Ákveða þarf hvernig 17. júní verður háttað og dagsetningu á hinum árlegu Rökkurdögum. Menningarnefnd - 8 Samþykkt að hafa samband við UMFG sem hefur séð um hátíðarhöldin á 17. júní undanfarin tvö ár og sjá hvort áhugi er fyrir áframhaldandi samstarfi.
 • .3 1602027 Eyrbyggja
  SH kynnti fyrir nefndarmönnum fjárhagsstöðu fyrrum Eyrbyggju. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur fyrir fjármunina sem félagið átti og eru þeir eyrnamerktir menningarmálum. Menningarnefnd - 8 Samþykkt án athugasemda.
 • Farið var yfir ýmsa möguleika í uppröðun hluta og mubla í Sögumiðstöðinni. Hlutverk hússins er víðtækt og líklegt að koma megi hlutum þannig fyrir að öll hlutverk hússins fái notið sín betur. Menningarnefnd - 8 Samþykkt samhljóða að hafa samband við arkitekt til að fara í hugmyndavinnu varðandi bestu nýtingu Sögumiðstöðvarinnar fyrir komandi sumar. Æskilegt að framkvæmdum verði lokið fyrir miðjan apríl. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að hafa samband við arkitekt og fylgja verkefninu eftir.
  Miklar vangaveltur um bátinn Brönu. Hvort Sögumiðstöðin sé besti staðurinn til að varðveita hann. Miðað við breytt hlutverk Sögumiðstöðvarinnar undanfarin ár þá kemur upp sú spurning hvort rétt sé að varðveita bátinn annars staðar og nýta húsnæðið fyrir aðra hluti.
  Brýnt er að vera í sambandi við Brönufélagið um þessi mál og taka endanlega ákvörðun í samráði við aðstandendur þess.
  Bókun fundar Vegna bókunar menningarnefndar telur bæjarstjórn mikilvægt að ítreka þann skilning að unnið verði að því að skoða með fagaðilum hvernig starfsemi þeirri sem ætlað er að vera í Sögumiðstöðinni, verði best komið fyrir í því húsnæði, sem til staðar er. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á stækkun hússins eins og hugmyndir hafa verið um að gera.
  Í þessu sambandi er mikilvægt og nauðsynlegt að vera í góðu samráði við alla málsaðila og tryggja þannig að sem bestur árangur náist í fjölþættri nýtingu hússins, jafnhliða því að koma sögu bæjarins á framfæri.
  Miklar umræður urðu um þetta málefni allir tóku til máls undir þessum lið.
  Fyrirliggjandi bókun samþykkt samhljóða.
 • Hugmyndir settar fram um að merkja nokkurs konar álfa- og sögugönguleið í Grundarfirði. Ýmsir áhugaverðir staðir eru í bænum og við bæinn sem gaman væri að halda á lofti og benda ferðamönnum á.
  Lagt var til að skipaður yrði undirbúningshópur fyrir verkið til að safna saman hugmyndum og gera drög að slíkri gönguleið. Mikilvægt er að þetta verkefni skarist á engan hátt við það einkaframtak sem er til staðar við göngu með ferðamönnum um bæinn.
  Menningarnefnd - 8 Samþykkt að skoða hugmyndina betur og setja saman undirbúningshóp um merkta sögu- og gönguleið í Grundarfirði. Þema gönguleiðarinnar verði sett fram í undirbúningshópi.
  Samhljóða samþykkt.
 • Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni. Þrjár umsóknir bárust og fór nefndin yfir þær. Ákveðið var að taka viðtöl við tvo aðila og mætti annar þeirra til fundarins.
  Hinn aðilinn var erlendis og því ákveðið að boða hann sérstaklega við fyrsta tækifæri.
  Menningarnefnd - 8 Umsækjendur mættu til fundar við menningarnefnd og farið yfir málin. Lagðar fyrir spurningar og spjallað. Reiknað með að taka viðtal við aðra sem allra fyrst og taka í kjölfarið ákvörðun um rekstraraðila.