194. fundur 10. mars 2016 kl. 16:30 - 18:54 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.

Örn Jónsson fæddur 11.05.1952. Látinn 25.02.2016

Fundarmenn risu úr sætum.

1.Bæjarráð - 481

Málsnúmer 1602004FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 481 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 481 Lagður fram húsaleigusamningur um Ölkelduveg 1 milli Grundarfjarðarbæjar og Hrafnhildar Bárðardóttur.

    Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða, sem er í samræmi við niðurstöður sérstakrar úthlutunarnefndar.
    Bókun fundar Lögð fram svofelld bókun:
    Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum á skorti á leiguíbúðum í bæjarfélaginu.
    Þörfin er brýn eins og nýverið kom í ljós.

    Fyrirliggjandi bókun samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 481 Lögð fram tillaga til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Ályktunin gerir ráð fyrir að búið verði að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum fyrir hættuminni efni fyrir lok árs 2016.

    Jafnframt voru kynnt gögn er fjalla um dekkjakurl, bæði frá söluaðilum og greinargerð sem fylgir þingsályktuninni. Þar kemur fram að skiptar skoðanir eru á skaðsemi efnisins.

    Bæjarráð Grundarfjarðar telur mikilvægt að fylgjast vel með umræðunni og þeim rannsóknarniðurstöðum, sem vænta má um áhrif kurlsins og bregðast við til samræmis við þær niðurstöður og ákvarðanir sem kunna að vera teknar í framhaldinu.
  • 1.4 1601015 Sjúkraþjálfun
    Bæjarráð - 481 Lögð fram bréf bæjarins til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands frá 26. og 29. janúar sl., þar sem óskað er eftir því við Heilbrigðisstofnunina að hún beiti sér fyrir því að þjónusta sjúkraþjálfara verði til staðar í Grundarfirði.

    Í svarbréfi stofnunarinnar frá 15. febrúar sl. er lýst yfir vilja til að vinna að framgangi málsins innan þess ramma sem stofnuninni er búinn.

    Bæjarráð Grundarfjarðar felur bæjarstjóra að leita allra leiða í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina, til þess að koma á fót þjónustu sjúkraþjálfa í Grundarfirði, eins og óskað hefur verið eftir.
  • Bæjarráð - 481 Umsóknarfrestur um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni rann út 22. febrúar sl. Alls bárust þrjár umsóknir sem lagðar voru fram á fundinum. Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:

    1) Heiðdís Lind Kristinsdóttir og Elín Hróðný Ottósdóttir
    2) Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir
    3) Josué Goncalves Martins

    Bæjarráð vísar umsóknununum til nánari úrvinnslu og umsagnar í menningarnefnd.
  • 1.6 1602014 Skíðasvæði
    Bæjarráð - 481 Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG, sem barst 23. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið við að koma skíðalyftu og aðstöðu í gang að undanförnu, sem gengið hefur framar björtustu vonum. Ennfremur var kynnt umsókn deildarinnar um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, þar sem sótt er um styrk til nauðsynlegra lagfæringa á lyftu, vír, girðingum og lagfæringu lands, á öryggisbúnaði og standsetningu skála. Í umsókninni er miðað við að ákveðinn stofn- og rekstrarstyrkur fáist úr Uppbyggingarsjóði fyrir tæplega helmingi kostnaðar og afgangurinn verði brúaður af skíðadeildinni, Grundarfjarðarbæ og öðrum heimaaðilum.

    Bæjarráð fagnar þeim mikla áhuga sem skapast hefur við uppbyggingu skíðasvæðis Grundfirðinga. Bæjarráð leggur til að veittur verði styrkur að fjárhæð allt að 600.000 kr. til viðhalds á skíðaskála og uppbyggingar á svæðinu.

    Bæjarráð samþykkir málsmeðferð þessa samhljóða.
  • Bæjarráð - 481 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um erindi Suðu ehf. um rekstur á gististað í flokki I að Smiðjustíg 4, Grundarfirði. Í leiðréttri umsókn kemur fram að um er að ræða gististað, íbúð í flokki II.

    Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila. Bæjarstjórn vill þó benda á að æskilegt sé að samþykki nágranna liggi fyrir.

    Bæjarstjórn leggur til að verklagsreglur sveitarfélagsins varðandi rekstrarleyfi gistiheimila verði endurskoðaðar og lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
  • 1.8 1602015 Námsstyrkir
    Bæjarráð - 481 Lagðar fram reglur um styrki til starfsmanna í leikskólanum Sólvöllum og í Grunnskóla Grundarfjarðar sem stunda fjarnám í leikskóla- og grunnskólakennararnámi. Reglur þessar voru upphaflega samþykktar í Bæjarsjórn Grundarfjarðar árið 1998 og breytingar gerðar 2002 og 2003.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að yfirfara gildandi reglur og lagfæra. Reglurnar verði síðan lagðar fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar.
  • Bæjarráð - 481 Gerð grein fyrir samningi milli Íslenska Gámafélagsins ehf. og Grundarfjarðarbæjar og hugmyndum um framlengingu samnings milli aðila. Um málið var fjallað í bæjarstjórn 14. janúar sl. og því vísað til nánari úrvinnslu í bæjarráði.

    Viðræður hafa verið í gangi milli aðila um framlengingu samnings um sorphirðumálin. Í þeim viðræðum hefur verið farið yfir endurskoðun einingarverða, aukna aðkomu Íslenska Gámafélagsins að rekstri gámasvæðisins og einnig möguleikum á að setja upp sérstakt klippikortakerfi fyrir gámasvæðið.

    Í yfirliti yfir einingarverð sorphirðu fyrir áframhaldandi samning bíður fyrirtækið lækkun ákveðinna einingarverða og aukna þátttöku fyrirtækisins í rekstri gámasvæðisins. Jafnframt er miðað við að nýtt klippikortakerfi fyrir íbúa bæjarins verði tekið upp í september nk.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi við Íslenska Gámafélagið á grundvelli framlagðra gagna um einingarverð og breytt rekstrarfyrirkomulag gámasvæðis.

    Jafnframt að vinna að undirbúningi og kynningu í samvinnu við Íslenska Gámafélagið á sorphirðumálum og nýju klippikortakerfi.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 481 Umræður um opið svæði bæjarins og velt upp hvað megi skemmtilegt gera við svæðið Þríhyrning og hvernig best er að standa að því.

    Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa, ásamt menningar- og markaðsfulltrúa, að vinna tillögu sem fyrst er tekur mið af því að á svæðinu verði gott leik- og útivistarsvæði og jafnframt góður áningarstaður fyrir fjölskylduna.
  • Bæjarráð - 481 Lögð fram til kynningar auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 22.02.2016.
  • Bæjarráð - 481 Lagt fram til kynningar svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð og stefnumótun fyrir nýtingu og vernd hafsvæðis Breiðarfjarðar dags. 15.02.2016.

2.Hafnarstjórn - 8

Málsnúmer 1602006FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn - 8 Lagt fram bréf Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins frá 22. des. sl., þar sem ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Grundarfjarðarhafnar að sett verði ákvæði um gjaldtöku í gjaldskrá hafnarinnar, vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar, förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum til samræmis við ákvæði í reglugerð 1201/2014 um þessi mál.
    Jafnframt lögð fram breytingartillaga að 14. grein gjaldskrár Grundarfjarðarhafnar, sem tekur mið af ákvæðum reglugerðar 1201/2014.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu við gjaldskrá hafnarinnar.
    Bókun fundar Bæjarsjórn samþykkir samhljóða breytingu á gjaldskrá hafnarinnar til samræmis við tillögu hafnarstjórnar.
  • 2.2 1602028 Námur, matsskylda
    Hafnarstjórn - 8 Lagt fram bréf dags. 19. febrúar sl., sem Vegagerðin skrifar fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar til Skipulagsstofnunar og spyrst fyrir um hvort efnisnámur, vegna hafnarframkvæmda séu matsskyldar samkvæmt 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirspurnin er gerð á grundvelli þess að fyrirhuguð er stækkun á svokölluðum Norðurgarði svo auðveldara verði að taka á móti stórum fiski-og skemmtiferðaskipum.
    Jafnframt lagður fram uppdráttur er sýnir fyirhuguð efnistökusvæði.
    Hafnarstjórn staðfestir framlagða fyrirspurn um umhverfisáhrif vegna námuvinnslu í tengslum við fyirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við fjárveitingar á samgönguáætlun.
  • Hafnarstjórn - 8 Lagðar fram breytingar af deiliskipulagi Framness austan við Nesveg. Ásamt hugmyndum um landfyllingar neðan Grundargötu sunnan við Miðgarð.

    Hafnarstjórn leggur áherslu á að við aðalskipulagsvinnu sem framundan er verði haft gott samráð við hafnarstjórn, þar sem hafnarstjórn hafi tækifæri til að koma á framfæri markmiðum sínum við endurskoðun aðalskipulagsins um þarfir hafnarinnar í framtíðinni.
    Sérstaklega verði haft í huga:
    1) Uppfylling og vegur norðan Norðurgarðs austan við Nesveg og ný vegtenging á milli Nesvegar og Sólvalla yfir Sólvallatúnið.
    2) Lenging Norðurgarðs.
    3) Uppfylling og skipulag á svæði sunnan Miðgarðs og vegtenging Nesvegar austur fyrir Gilós. Vegagerðin þarf að koma að þeirri veglagningu. Með þessu skapast góð tenging inn í bæinn, gott athafnasvæði og lóðir.
    4) Efnisnáma að Lambakróarholti verði inni á aðalskipulagi þ.a. tryggt verði gott grjót til hafnargerðar o.fl.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Hafnarstjórn - 8 Lagðar fram til kynningar fundargerðir hafnarsambandsins nr. 377,378,379,380 og 381.
  • Hafnarstjórn - 8 Lagðar fram fundargerðir stjórnar Cruise Iceland frá 6. nóv. og 3. des. sl.
  • Hafnarstjórn - 8 Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu viðhaldsverkefnum við höfnina á árinu 2016.
    Helstu verkefnin eru: Dekk á landgang vestari flotbryggju og við flotbryggju við Norðurgarð, nýjar tröppur hafnarhúss með hitaþræði, keðjur og steinar í keðjufestingar á flotbryggjur, viðhald á stigum við Norðurgarð og brjóta upp plan neðan við vigt og steypa með niðurföllum.
    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra undirbúning þessara verkefna og leita eftir verðhugmyndum í verkin.
  • Hafnarstjórn - 8 Verið er að leggja lokahönd á undirbúning Seatrade Cruise Global sýninguna í Fort Lauderdalei USA
    Samþykkt að fulltrúi Grundarfjarðarhafnar á sýninguna verði framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Kostnaður hafnarinnar er 75.000 kr.
    Seatrade sýning verður á Tenerife í haust 21.-23. sept. nk.
    Samþykkt að fulltrúi Grundarfjarðarhafnar verði hafnarstjóri.

3.Menningarnefnd - 8

Málsnúmer 1602005FVakta málsnúmer

  • 3.1 1410029 Ljósmyndasamkeppni
    Hin árlega ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar hefur verið haldin með nýju þema hvert ár. Ákveða þarf því nýtt þema fyrir árið 2016 og hefja keppnina formlega.
    Farið var yfir þemu undanfarinna ára og settar fram hugmyndir fyrir næstu keppni.
    Menningarnefnd - 8 Samþykkt var samhljóða að þema Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2016 verði "líf og leikur".
  • Farið var yfir þá viðburði sem eru framundan í Grundarfjarðarbæ árið 2016. Ákveða þarf hvernig 17. júní verður háttað og dagsetningu á hinum árlegu Rökkurdögum. Menningarnefnd - 8 Samþykkt að hafa samband við UMFG sem hefur séð um hátíðarhöldin á 17. júní undanfarin tvö ár og sjá hvort áhugi er fyrir áframhaldandi samstarfi.
  • 3.3 1602027 Eyrbyggja
    SH kynnti fyrir nefndarmönnum fjárhagsstöðu fyrrum Eyrbyggju. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur fyrir fjármunina sem félagið átti og eru þeir eyrnamerktir menningarmálum. Menningarnefnd - 8 Samþykkt án athugasemda.
  • Farið var yfir ýmsa möguleika í uppröðun hluta og mubla í Sögumiðstöðinni. Hlutverk hússins er víðtækt og líklegt að koma megi hlutum þannig fyrir að öll hlutverk hússins fái notið sín betur. Menningarnefnd - 8 Samþykkt samhljóða að hafa samband við arkitekt til að fara í hugmyndavinnu varðandi bestu nýtingu Sögumiðstöðvarinnar fyrir komandi sumar. Æskilegt að framkvæmdum verði lokið fyrir miðjan apríl. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að hafa samband við arkitekt og fylgja verkefninu eftir.
    Miklar vangaveltur um bátinn Brönu. Hvort Sögumiðstöðin sé besti staðurinn til að varðveita hann. Miðað við breytt hlutverk Sögumiðstöðvarinnar undanfarin ár þá kemur upp sú spurning hvort rétt sé að varðveita bátinn annars staðar og nýta húsnæðið fyrir aðra hluti.
    Brýnt er að vera í sambandi við Brönufélagið um þessi mál og taka endanlega ákvörðun í samráði við aðstandendur þess.
    Bókun fundar Vegna bókunar menningarnefndar telur bæjarstjórn mikilvægt að ítreka þann skilning að unnið verði að því að skoða með fagaðilum hvernig starfsemi þeirri sem ætlað er að vera í Sögumiðstöðinni, verði best komið fyrir í því húsnæði, sem til staðar er. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á stækkun hússins eins og hugmyndir hafa verið um að gera.
    Í þessu sambandi er mikilvægt og nauðsynlegt að vera í góðu samráði við alla málsaðila og tryggja þannig að sem bestur árangur náist í fjölþættri nýtingu hússins, jafnhliða því að koma sögu bæjarins á framfæri.
    Miklar umræður urðu um þetta málefni allir tóku til máls undir þessum lið.
    Fyrirliggjandi bókun samþykkt samhljóða.
  • Hugmyndir settar fram um að merkja nokkurs konar álfa- og sögugönguleið í Grundarfirði. Ýmsir áhugaverðir staðir eru í bænum og við bæinn sem gaman væri að halda á lofti og benda ferðamönnum á.
    Lagt var til að skipaður yrði undirbúningshópur fyrir verkið til að safna saman hugmyndum og gera drög að slíkri gönguleið. Mikilvægt er að þetta verkefni skarist á engan hátt við það einkaframtak sem er til staðar við göngu með ferðamönnum um bæinn.
    Menningarnefnd - 8 Samþykkt að skoða hugmyndina betur og setja saman undirbúningshóp um merkta sögu- og gönguleið í Grundarfirði. Þema gönguleiðarinnar verði sett fram í undirbúningshópi.
    Samhljóða samþykkt.
  • Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni. Þrjár umsóknir bárust og fór nefndin yfir þær. Ákveðið var að taka viðtöl við tvo aðila og mætti annar þeirra til fundarins.
    Hinn aðilinn var erlendis og því ákveðið að boða hann sérstaklega við fyrsta tækifæri.
    Menningarnefnd - 8 Umsækjendur mættu til fundar við menningarnefnd og farið yfir málin. Lagðar fyrir spurningar og spjallað. Reiknað með að taka viðtal við aðra sem allra fyrst og taka í kjölfarið ákvörðun um rekstraraðila.

4.Boðun XXX. Landsþings sambandsins

Málsnúmer 1603001Vakta málsnúmer

Boðað er til XXX. landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga á Grand hóteli Reykjavík 8. apríl nk.
Forseti bæjarstjórnar er kjörinn fulltrúi á þingið. Ennfremur er ráðgert að bæjarstjóri mæti.

5.Mennta- og menningarmálaráðuneytið,bréf dags. 19. feb. sl,vegna unglingalandsmóts.

Málsnúmer 1507030Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 19. feb. sl., þar sem svarað er erindi Grundarfjarðarbæjar frá 12. nóv. 2015, varðandi uppgjörsmál milli ráðineytisins og Grundarfjarðarbæjar í tengslum við unglingalandsmót, sem fyrirhugað var að halda í Grundarfirði, en tókst ekki að halda. Með niðurstöðu ráðuneytisins er alfarið orðið við beiðni bæjarins frá 12. nóv. sl.

6.Aðalskipulag Grundarfjarðar, endurskoðun

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tímaplan skipulagsvinnu sem unnið er af Alta, þar sem settar eru fram áætlanir um hvernig staðið verður að verkum við endurskoðun aðalskipulagsins og gerðar tímaáætlanir. Jafnframt rætt um nauðsyn þess að skipaður verði sérstakur starfshópur bæjarins er vinni að skipulagsvinnunni í samstarfi við skipulagsfræðinga.
Lagt er til að þriðjudaginn 15. mars nk. verði boðað til sérstaks fundar með skipulagsnefnd, bæjarstjórn, skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarstjóra, þar sem fulltrúar Alta fara yfir skipulag vinnunnar sem framundan er.
Fyrirkomulag þetta samþykkt samhljóða.
Undir 7. tölulið fundarins vék Eyþór Garðarsson af fundi og Rósa Guðmundsdóttir tók við fundarstjórn.

7.Kaffihús í Sögumiðstöð

Málsnúmer 1601016Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 25. feb. sl. vísaði bæjarráð umsóknum um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni til nánari úrvinnslu og umsagnar í menningarnefnd.
Lögð fram niðurstaða menningarnefndar, þar sem nefndin greinir frá því að hún boðaði til viðtals við sig tvo aðila sem sótt höfðu um reksturinn.
Að vandlega íhuguðu máli leggur menningarnefndin til að gengið verði til samninga við Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur og Elsu Fanneyju Grétarsdóttur um reksturinn.
Bæjarsjórn samþykkir samhljóða tillögu menningarnefndar.
Að afgreiðslu þessa fundarliðar mætti Eyþór Garðarsson aftur á fund og tók við stjórn hans.

8.Vestfjarðavíkingurinn

Málsnúmer 1602035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Vestfjarðavíkingsins 2016, þar sem greint er frá því að Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins fer fram á Snæfellsnesi dagana 7.-9. júlí nk. Óskað er eftir styrk í þessu sambandi.
Bæjarstjórn telur sér ekki fært að verða við erindinu.

9.156. fundur félagsmálanefndar

Málsnúmer 1603004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

10.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, fundargerð 79. stjórnarfundar

Málsnúmer 1507008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

11.122. Stjórnarfundur SSV

Málsnúmer 1501047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

12.Samband ísl. sveitarfélaga. Fundargerðir stjórnar nr. 835 og 836

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar.

13.Framkvæmdaráð, fundargerð 34. fundar

Málsnúmer 1501025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

14.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 1603005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

15.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:54.