Málsnúmer 1602014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 481. fundur - 25.02.2016

Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG, sem barst 23. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið við að koma skíðalyftu og aðstöðu í gang að undanförnu, sem gengið hefur framar björtustu vonum. Ennfremur var kynnt umsókn deildarinnar um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, þar sem sótt er um styrk til nauðsynlegra lagfæringa á lyftu, vír, girðingum og lagfæringu lands, á öryggisbúnaði og standsetningu skála. Í umsókninni er miðað við að ákveðinn stofn- og rekstrarstyrkur fáist úr Uppbyggingarsjóði fyrir tæplega helmingi kostnaðar og afgangurinn verði brúaður af skíðadeildinni, Grundarfjarðarbæ og öðrum heimaaðilum.

Bæjarráð fagnar þeim mikla áhuga sem skapast hefur við uppbyggingu skíðasvæðis Grundfirðinga. Bæjarráð leggur til að veittur verði styrkur að fjárhæð allt að 600.000 kr. til viðhalds á skíðaskála og uppbyggingar á svæðinu.

Bæjarráð samþykkir málsmeðferð þessa samhljóða.