481. fundur 25. febrúar 2016 kl. 16:30 - 18:56 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Húsaleigusamningur, Ölkelduvegur 1

Málsnúmer 1509012Vakta málsnúmer

Lagður fram húsaleigusamningur um Ölkelduveg 1 milli Grundarfjarðarbæjar og Hrafnhildar Bárðardóttur.

Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða, sem er í samræmi við niðurstöður sérstakrar úthlutunarnefndar.

3.Umsögn, þingmál 328

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Ályktunin gerir ráð fyrir að búið verði að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum fyrir hættuminni efni fyrir lok árs 2016.

Jafnframt voru kynnt gögn er fjalla um dekkjakurl, bæði frá söluaðilum og greinargerð sem fylgir þingsályktuninni. Þar kemur fram að skiptar skoðanir eru á skaðsemi efnisins.

Bæjarráð Grundarfjarðar telur mikilvægt að fylgjast vel með umræðunni og þeim rannsóknarniðurstöðum, sem vænta má um áhrif kurlsins og bregðast við til samræmis við þær niðurstöður og ákvarðanir sem kunna að vera teknar í framhaldinu.

4.Sjúkraþjálfun

Málsnúmer 1601015Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf bæjarins til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands frá 26. og 29. janúar sl., þar sem óskað er eftir því við Heilbrigðisstofnunina að hún beiti sér fyrir því að þjónusta sjúkraþjálfara verði til staðar í Grundarfirði.

Í svarbréfi stofnunarinnar frá 15. febrúar sl. er lýst yfir vilja til að vinna að framgangi málsins innan þess ramma sem stofnuninni er búinn.

Bæjarráð Grundarfjarðar felur bæjarstjóra að leita allra leiða í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina, til þess að koma á fót þjónustu sjúkraþjálfa í Grundarfirði, eins og óskað hefur verið eftir.

5.Kaffihús í Sögumiðstöð

Málsnúmer 1601016Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni rann út 22. febrúar sl. Alls bárust þrjár umsóknir sem lagðar voru fram á fundinum. Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:

1) Heiðdís Lind Kristinsdóttir og Elín Hróðný Ottósdóttir
2) Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir
3) Josué Goncalves Martins

Bæjarráð vísar umsóknununum til nánari úrvinnslu og umsagnar í menningarnefnd.

6.Skíðasvæði

Málsnúmer 1602014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG, sem barst 23. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið við að koma skíðalyftu og aðstöðu í gang að undanförnu, sem gengið hefur framar björtustu vonum. Ennfremur var kynnt umsókn deildarinnar um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, þar sem sótt er um styrk til nauðsynlegra lagfæringa á lyftu, vír, girðingum og lagfæringu lands, á öryggisbúnaði og standsetningu skála. Í umsókninni er miðað við að ákveðinn stofn- og rekstrarstyrkur fáist úr Uppbyggingarsjóði fyrir tæplega helmingi kostnaðar og afgangurinn verði brúaður af skíðadeildinni, Grundarfjarðarbæ og öðrum heimaaðilum.

Bæjarráð fagnar þeim mikla áhuga sem skapast hefur við uppbyggingu skíðasvæðis Grundfirðinga. Bæjarráð leggur til að veittur verði styrkur að fjárhæð allt að 600.000 kr. til viðhalds á skíðaskála og uppbyggingar á svæðinu.

Bæjarráð samþykkir málsmeðferð þessa samhljóða.

7.Umsögn vegna rekstrarleyfis að Smiðjustíg 4

Málsnúmer 1602018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um erindi Suðu ehf. um rekstur á gististað í flokki I að Smiðjustíg 4, Grundarfirði. Í leiðréttri umsókn kemur fram að um er að ræða gististað, íbúð í flokki II.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Námsstyrkir

Málsnúmer 1602015Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um styrki til starfsmanna í leikskólanum Sólvöllum og í Grunnskóla Grundarfjarðar sem stunda fjarnám í leikskóla- og grunnskólakennararnámi. Reglur þessar voru upphaflega samþykktar í Bæjarsjórn Grundarfjarðar árið 1998 og breytingar gerðar 2002 og 2003.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að yfirfara gildandi reglur og lagfæra. Reglurnar verði síðan lagðar fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar.

9.Íslenska Gámafélagið, sorphirðusamningur 2016, drög

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir samningi milli Íslenska Gámafélagsins ehf. og Grundarfjarðarbæjar og hugmyndum um framlengingu samnings milli aðila. Um málið var fjallað í bæjarstjórn 14. janúar sl. og því vísað til nánari úrvinnslu í bæjarráði.

Viðræður hafa verið í gangi milli aðila um framlengingu samnings um sorphirðumálin. Í þeim viðræðum hefur verið farið yfir endurskoðun einingarverða, aukna aðkomu Íslenska Gámafélagsins að rekstri gámasvæðisins og einnig möguleikum á að setja upp sérstakt klippikortakerfi fyrir gámasvæðið.

Í yfirliti yfir einingarverð sorphirðu fyrir áframhaldandi samning bíður fyrirtækið lækkun ákveðinna einingarverða og aukna þátttöku fyrirtækisins í rekstri gámasvæðisins. Jafnframt er miðað við að nýtt klippikortakerfi fyrir íbúa bæjarins verði tekið upp í september nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi við Íslenska Gámafélagið á grundvelli framlagðra gagna um einingarverð og breytt rekstrarfyrirkomulag gámasvæðis.

Jafnframt að vinna að undirbúningi og kynningu í samvinnu við Íslenska Gámafélagið á sorphirðumálum og nýju klippikortakerfi.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

10.Þríhyrningur, hugmyndir

Málsnúmer 1602025Vakta málsnúmer

Umræður um opið svæði bæjarins og velt upp hvað megi skemmtilegt gera við svæðið Þríhyrning og hvernig best er að standa að því.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa, ásamt menningar- og markaðsfulltrúa, að vinna tillögu sem fyrst er tekur mið af því að á svæðinu verði gott leik- og útivistarsvæði og jafnframt góður áningarstaður fyrir fjölskylduna.

11.Lánasjóður Sveitarfélaga,framboð

Málsnúmer 1602024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 22.02.2016.

12.Svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð og stefnumótun fyrir nýtingu og vernd hafsvæðis Breiðafjarðar

Málsnúmer 1602023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð og stefnumótun fyrir nýtingu og vernd hafsvæðis Breiðarfjarðar dags. 15.02.2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:56.