Málsnúmer 1602027

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 8. fundur - 03.03.2016

SH kynnti fyrir nefndarmönnum fjárhagsstöðu fyrrum Eyrbyggju. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur fyrir fjármunina sem félagið átti og eru þeir eyrnamerktir menningarmálum.
Samþykkt án athugasemda.

Menningarnefnd - 9. fundur - 20.09.2016

Farið yfir reikninga menningarsjóðs Eyrbyggju og þeir samþykktir.

Samþykkt að greitt verði úr sjóðnum fyrir þann kostnað sem til fellur vegna uppsetningar og formlegrar opnunar á myndavefnum www.baeringsstofa.is, með myndum frá Bæring Cecilssyni.

Einnig lagt til að fjölgað verði hvers konar sýningum í Sögumiðstöð.