Málsnúmer 1602028

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 8. fundur - 01.03.2016

Lagt fram bréf dags. 19. febrúar sl., sem Vegagerðin skrifar fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar til Skipulagsstofnunar og spyrst fyrir um hvort efnisnámur, vegna hafnarframkvæmda séu matsskyldar samkvæmt 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirspurnin er gerð á grundvelli þess að fyrirhuguð er stækkun á svokölluðum Norðurgarði svo auðveldara verði að taka á móti stórum fiski-og skemmtiferðaskipum.
Jafnframt lagður fram uppdráttur er sýnir fyirhuguð efnistökusvæði.
Hafnarstjórn staðfestir framlagða fyrirspurn um umhverfisáhrif vegna námuvinnslu í tengslum við fyirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við fjárveitingar á samgönguáætlun.

Hafnarstjórn - 9. fundur - 05.04.2016

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 15. mars sl., varðandi fyrirspurn hafnarinnar og Vegagerðarinnar um efnistökumál í tengslum við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, en efnistakan er tilkynningarskyld skv. lögum nr. 106/2000.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir því við Vegagerðina að hún vinni greinagerð um efnistökuna og fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við 11. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 600/2015 eins og Skipulagsstofnun óskar eftir að verði gert.

Samþykkt samhljóða.