8. fundur 01. mars 2016 kl. 12:00 - 13:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Gjaldtaka í höfnum vegna sorps, gjaldskrárbreyting

Málsnúmer 1512020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins frá 22. des. sl., þar sem ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Grundarfjarðarhafnar að sett verði ákvæði um gjaldtöku í gjaldskrá hafnarinnar, vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar, förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum til samræmis við ákvæði í reglugerð 1201/2014 um þessi mál.
Jafnframt lögð fram breytingartillaga að 14. grein gjaldskrár Grundarfjarðarhafnar, sem tekur mið af ákvæðum reglugerðar 1201/2014.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu við gjaldskrá hafnarinnar.

2.Námur, matsskylda

Málsnúmer 1602028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 19. febrúar sl., sem Vegagerðin skrifar fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar til Skipulagsstofnunar og spyrst fyrir um hvort efnisnámur, vegna hafnarframkvæmda séu matsskyldar samkvæmt 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirspurnin er gerð á grundvelli þess að fyrirhuguð er stækkun á svokölluðum Norðurgarði svo auðveldara verði að taka á móti stórum fiski-og skemmtiferðaskipum.
Jafnframt lagður fram uppdráttur er sýnir fyirhuguð efnistökusvæði.
Hafnarstjórn staðfestir framlagða fyrirspurn um umhverfisáhrif vegna námuvinnslu í tengslum við fyirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við fjárveitingar á samgönguáætlun.

3.Skipulagsmál á hafnarsvæði

Málsnúmer 1602032Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingar af deiliskipulagi Framness austan við Nesveg. Ásamt hugmyndum um landfyllingar neðan Grundargötu sunnan við Miðgarð.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að við aðalskipulagsvinnu sem framundan er verði haft gott samráð við hafnarstjórn, þar sem hafnarstjórn hafi tækifæri til að koma á framfæri markmiðum sínum við endurskoðun aðalskipulagsins um þarfir hafnarinnar í framtíðinni.
Sérstaklega verði haft í huga:
1) Uppfylling og vegur norðan Norðurgarðs austan við Nesveg og ný vegtenging á milli Nesvegar og Sólvalla yfir Sólvallatúnið.
2) Lenging Norðurgarðs.
3) Uppfylling og skipulag á svæði sunnan Miðgarðs og vegtenging Nesvegar austur fyrir Gilós. Vegagerðin þarf að koma að þeirri veglagningu. Með þessu skapast góð tenging inn í bæinn, gott athafnasvæði og lóðir.
4) Efnisnáma að Lambakróarholti verði inni á aðalskipulagi þ.a. tryggt verði gott grjót til hafnargerðar o.fl.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 1507006Vakta málsnúmer


Lagðar fram til kynningar fundargerðir hafnarsambandsins nr. 377,378,379,380 og 381.

5.Stjórnarfundir Cruise Iceland

Málsnúmer 1602029Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Cruise Iceland frá 6. nóv. og 3. des. sl.

6.Framkvæmdir og viðhald 2016

Málsnúmer 1602030Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu viðhaldsverkefnum við höfnina á árinu 2016.
Helstu verkefnin eru: Dekk á landgang vestari flotbryggju og við flotbryggju við Norðurgarð, nýjar tröppur hafnarhúss með hitaþræði, keðjur og steinar í keðjufestingar á flotbryggjur, viðhald á stigum við Norðurgarð og brjóta upp plan neðan við vigt og steypa með niðurföllum.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra undirbúning þessara verkefna og leita eftir verðhugmyndum í verkin.

7.Kynningar- og markaðsstarf, höfnin

Málsnúmer 1602034Vakta málsnúmer

Verið er að leggja lokahönd á undirbúning Seatrade Cruise Global sýninguna í Fort Lauderdalei USA
Samþykkt að fulltrúi Grundarfjarðarhafnar á sýninguna verði framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Kostnaður hafnarinnar er 75.000 kr.
Seatrade sýning verður á Tenerife í haust 21.-23. sept. nk.
Samþykkt að fulltrúi Grundarfjarðarhafnar verði hafnarstjóri.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið - kl. 13:20.