Málsnúmer 1602032

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 8. fundur - 01.03.2016

Lagðar fram breytingar af deiliskipulagi Framness austan við Nesveg. Ásamt hugmyndum um landfyllingar neðan Grundargötu sunnan við Miðgarð.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að við aðalskipulagsvinnu sem framundan er verði haft gott samráð við hafnarstjórn, þar sem hafnarstjórn hafi tækifæri til að koma á framfæri markmiðum sínum við endurskoðun aðalskipulagsins um þarfir hafnarinnar í framtíðinni.
Sérstaklega verði haft í huga:
1) Uppfylling og vegur norðan Norðurgarðs austan við Nesveg og ný vegtenging á milli Nesvegar og Sólvalla yfir Sólvallatúnið.
2) Lenging Norðurgarðs.
3) Uppfylling og skipulag á svæði sunnan Miðgarðs og vegtenging Nesvegar austur fyrir Gilós. Vegagerðin þarf að koma að þeirri veglagningu. Með þessu skapast góð tenging inn í bæinn, gott athafnasvæði og lóðir.
4) Efnisnáma að Lambakróarholti verði inni á aðalskipulagi þ.a. tryggt verði gott grjót til hafnargerðar o.fl.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.