Skólanefnd - 132Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.
Sigurður og Linda fóru yfir málefni skólans. Engar starfsmannabreytingar hafa orðið frá því í haust og er nemendafjöldi sá sami, en nýting betri þar sem nokkrir nemendur í hálfu námi fóru í fullt nám.
Skólanefnd - 132Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna, sátu fundinn undir þessum lið.
Sigurður fór yfir breytingar á starfsmannahaldi og jafnframt breytingar sem framundan eru á námsmati nemenda. Hann kynnti einnig innra mat skólans, umbótaáætlun vegna ytra mats, drög að skóladagatali næsta starfsárs og fundargerð skólaráðs.
Skólanefnd - 132Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.
Formaður kynnti gerð starfsáætlunar og -skýrslu sem gefa þarf út árlega að undangengnu áliti foreldraráðs. Björg fór yfir gerð skólanámsskrár og foreldra- og starfsmannahandbóka sem þegar hafa fengið umsögn foreldraráðs.
Hún ræddi jafnframt um gerð draga að skóladagatali næsta starfsárs. Ennfremur gerði hún grein fyrir miklum veikindaforföllum og álagi af þeim sökum og breytingum á starfsmannahaldi. Rætt um framsetningu upplýsinga til foreldra og mikilvægi þess að heimasíða leikskólans sé uppfærð reglulega. Nemendur leikskólans eru nú 69 talsins, en gert ráð fyrir að það verði 51 nemandi í leikskólanum í haust eftir færslu tveggja elstu árganganna í grunnskólann.
Skólanefnd - 132Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri grunn- og tónlistarskóla og Björg Karlsdóttir, skólastjóri leikskólans, sátu fundinn undir þessum lið.
Sigurður gerði grein fyrir stöðu breytinga á húsnæði grunnskólans vegna flutnings elsta árgangs leikskólans. Sigurður og Björg fóru yfir tillögu að tilfærsluáætlun. Miðað er við að hefja tilfærslu barna þann 18. apríl nk. en að hefja starfsemi þann 25. apríl nk., með þeim fyrirvara að allur búnaður hafi verið settur upp.