Málsnúmer 1603003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 195. fundur - 07.04.2016

 • Hafnarstjórn - 9 Lagður fram ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Farið var yfir ársreikninginn. Samkvæmt reikningnum eru heildartekjur 92,7 m.kr. Laun og rekstrargjöld eru 54,8 m.kr. Rekstrarafkoma fyir fjármagnsliði er því 37,9 m.kr. og að teknu tilliti til fjármagnsgjalda að fjárhæð 1,7 m.kr. er rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs jákvæð um 36,2 m.kr. Handbært fé frá rekstri þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum o.fl. er 48.9 m.kr. og þegar tekið hefur verið tillit til fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfinga er handbært fé í árslok 25 m.kr.

  Hafnarstjórn samþykkir ársreikning Hafnarsjóðs fyrir árið 2015 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Til máls tóku ÞS, EG og JÓK.
 • .2 1602028 Námur, matsskylda
  Hafnarstjórn - 9 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 15. mars sl., varðandi fyrirspurn hafnarinnar og Vegagerðarinnar um efnistökumál í tengslum við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, en efnistakan er tilkynningarskyld skv. lögum nr. 106/2000.
  Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir því við Vegagerðina að hún vinni greinagerð um efnistökuna og fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við 11. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 600/2015 eins og Skipulagsstofnun óskar eftir að verði gert.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hafnarstjórn - 9 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnarsamband Íslands nr. 382 og 383.