Málsnúmer 1603012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 482. fundur - 07.04.2016

Lögð fram ýmis gögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem óskað hefur verið eftir vegna Vatnsveitu Grundarfjarðar og vatnsverndarsvæða. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er ástand vatnsveitumála í Grundarfirði gott með tilliti til þeirra atriða sem krafist er að séu í lagi.

Bæjarráð samþykkir að fá heilbrigðiseftirlitið á staðinn og skoða merkingar og fleira umhverfis svæðið þ.a. umgangur sé lágmarkaður á svæðinu.