482. fundur 07. apríl 2016 kl. 12:00 - 14:41 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir lið 3.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 1602002Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

3.Leikskólinn Sólvellir

Málsnúmer 1604014Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Farið yfir málefni Leikskólans Sólvalla, fjármál, starfsmannamál og breytingar framundan.

4.Dvalar-og hjúkrunarheimilið Fellaskjól v/viðbyggingar

Málsnúmer 1501049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarins til Fellsskjóls frá 30.03.2016 ásamt lánsloforði Arionbanka til handa Fellaskjóli.

Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa málsmeðferð.

5.Fjölbrautaskóli Snæfellinga, skólaakstur

Málsnúmer 1502018Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga, varðandi framlengingu samnings um skólaakstur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samnings.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að farið verði af stað með vinnu við heildarendurskoðun almenningssamgöngumála á Snæfellsnesi.

6.Umsókn/samningur um styrk í fjarnámi við leikskólakennaraskor/Kennaraskor KHÍ

Málsnúmer 1603003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk vegna fjarnáms við leikskólaskor frá Önnu Rafnsdóttur.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi.

7.Umsögn, þingmál 328, gúmmíkurl

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi möguleg umskipti á gúmmíkurli sparkvallar við grunnskóla. Kostnaður er mismunandi eftir aðferðum eða frá 1,2-4,5 millj. kr.

Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að meta hvaða leiðir séu bestar. Að öðru leyti verði málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða.

8.ASÍ, bygging íbúða

Málsnúmer 1603010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarins til ASÍ, dags. 15.03.2016, þar sem Grundarfjarðarbær fagnar hugmyndum Alþýðusambandsins um að kanna möguleika á byggingu leiguíbúða á landsbyggðinni.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að framgangi málsins.

9.Vatnsveita, vatnsverndarsvæði

Málsnúmer 1603012Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis gögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem óskað hefur verið eftir vegna Vatnsveitu Grundarfjarðar og vatnsverndarsvæða. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er ástand vatnsveitumála í Grundarfirði gott með tilliti til þeirra atriða sem krafist er að séu í lagi.

Bæjarráð samþykkir að fá heilbrigðiseftirlitið á staðinn og skoða merkingar og fleira umhverfis svæðið þ.a. umgangur sé lágmarkaður á svæðinu.

10.Framkvæmdir 2016

Málsnúmer 1604018Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2016.
Gerð grein fyrir stöðu einstakra verkefna og rætt um verkáætlun.

Sérstaklega var tekin fyrir framkvæmd við sundlaugina og lögð fram gögn frá skipulags- og byggingafulltrúa um kostnað við frágang á umhverfi sundlaugarinnar miðað við nokkra valkosti.

Bæjarráð er sammála því að nauðsynlegt sé að ganga frá yfirborði laugarinnar og samþykkir að verkið verði unnið á grundvelli framlagðra gagna og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gera endanlega tillögu um efnisval.

Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að skipulags- og byggingafulltrúi, verkstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna skili tímasettri verkáætlun fyrir framkvæmdir sumarsins fyrir næsta bæjarráðsfund.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um námsvist

Málsnúmer 1603011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Kolgrafafjörður, styrkumsókn 2016

Málsnúmer 1604004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Kirkjufellsfoss, styrkumsókn 2016.

Málsnúmer 1604001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Ársskýrsla Klakks 2015

Málsnúmer 1603016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:41.