Málsnúmer 1604006

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82. fundur - 12.04.2016

Áhugi er fyrir því að haldin verði sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga. Ræddar ýmsar hugmyndir og tillögur að námskeiðahaldi og hvort mögulegt sé að fá styrki fyrir slíku.
Stefnt að því að geta haldið sjálfsstyrkingarnámskeið í byrjun næsta skólaárs. Gjarnan mætti halda námskeiðið í samstarfi við skólann svo allir nemendur viðkomandi árganga hafi jafnan möguleika á þátttöku.