82. fundur 12. apríl 2016 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB) formaður
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Sigríður Hjálmarsdóttir (SH) menningar- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Vinnuskóli og sumarnámskeið 2016

Málsnúmer 1604009Vakta málsnúmer

RDB kynnti hvað gert hefur verið undanfarin ár í tengslum við vinnuskóla og sumarnámskeið. Farið yfir hugmyndir fyrir sumarið.
Lögð áhersla á mikilvægi þess að fjölbreytni sé ríkjandi á námskeiðunum til að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi.

2.Sjálfsstyrking fyrir ungmenni

Málsnúmer 1604006Vakta málsnúmer

Áhugi er fyrir því að haldin verði sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga. Ræddar ýmsar hugmyndir og tillögur að námskeiðahaldi og hvort mögulegt sé að fá styrki fyrir slíku.
Stefnt að því að geta haldið sjálfsstyrkingarnámskeið í byrjun næsta skólaárs. Gjarnan mætti halda námskeiðið í samstarfi við skólann svo allir nemendur viðkomandi árganga hafi jafnan möguleika á þátttöku.

3.Ungmennaráð

Málsnúmer 1604008Vakta málsnúmer

Ungmennaráð var sett saman árið 2015 og var nokkuð virkt það ár. Nú er hluti ráðsins fluttir úr Grundarfirði og því mikilvægt að finna nýtt fólk.
Samþykkt að kynna ungmennaráðið fyrir nemendum 8.-9. bekkjar til að sjá hvort hægt verður að fá nemendur til að bjóða sig fram í ráðið, einn aðalmann og tvo varamenn.

4.Hreystibraut

Málsnúmer 1604007Vakta málsnúmer

Mikill áhugi hefur verið fyrir uppsetningu hreystibrautar og æfingasvæði í bænum sem gæti hentað fyrir allan aldur. Þríhyrningurinn þykir ákjósanlegur staður fyrir slíka braut.

Menningar- og markaðsfulltrúa falið að athuga með verð á slíkum brautum og möguleika á styrkjum til fjármögnunar.

5.Stefna íþrótta- og æskulýðsnefndar

Málsnúmer 1511004Vakta málsnúmer

Stefnumörkun Íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir árin 2015-1017 lesin upp og samþykkt.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.