Málsnúmer 1605006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 197. fundur - 09.06.2016

Til máls tóku ÞS og EG.
  • Skólanefnd - 134 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður lagði fram og gerði grein fyrir skóladagatali starfsársins 2016-2017, breytingum í starfsmannahaldi og niðurstöðum úr nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnunum.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.
  • Skólanefnd - 134 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Hann lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.
  • Skólanefnd - 134 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Þau fóru yfir starfsemi nýrrar 5 ára deildar, sem hóf starfsemi í apríl sl. Sigurður lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs. Skólanefnd leggur til að skóladagatalið verði kynnt vel fyrir foreldrum.
  • Skólanefnd - 134 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir þessum lið.

    Björg lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og ársskýrslu leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs með áorðnum breytingum varðandi sumarfrí 2017.