197. fundur 09. júní 2016 kl. 16:30 - 19:21 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Rekstrarleyfi, Grundargötu 6, umsögn

Málsnúmer 1605030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, varðandi umsögn um gististað í flokki II að Grundargötu 6.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Bæjarstjórn mælist til þess að beiðni þessi verði kynnt nágrönnum.

Samþykkt samhljóða.

2.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 1506026Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grundarfjarðarbæjar. Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella skv. heimild í 48. gr. samþykktarinnar.“

Samþykkt samhljóða.

3.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.

4.Heilbrigðisnefnd Vesturlands 135. fundur

Málsnúmer 1606008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð dags. 09.05.2016.

5.81. fundur Félags- og skólaþjónustu

Málsnúmer 1606009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar FSS dags. 30.05.2016.

6.Jeratún - Fundargerð aðalfundar 26.05.2016

Málsnúmer 1606002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Jeratúns frá 26.05.2016.

7.Almenningssamgöngur

Málsnúmer 1605042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 30.05.2016, varðandi rekstur almenningssamgangna á Vesturlandi, þar sem kynntar eru hugmyndir um hagræðingu í rekstri og jafnframt hugmyndir um gjaldskrárbreytingar.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af erfiðleikum við rekstur almenningssamgangnakerfisins. Á þeim grunni er eðlilegt að skoða hvernig best verður staðið að því að bæta reksturinn. Jafnframt telur bæjarstjórn að ígrunda þurfi vel hvernig gjaldskránni verði breytt með tilliti til jafnræðis.

8.Ferðamannastaðir

Málsnúmer 1606007Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir miklu álagi sem verið hefur á helstu ferðamannastaði í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að brugðist sé við þessari miklu umferð. Lagfæra þarf göngustíga og reyna að stýra straumnum með þar til gerðum girðingum þar sem mögulegt er. Jafnframt er mjög brýnt að fara yfir merkingar og setja upp bæði leiðbeinandi og upplýsandi skilti fyrir ferðafólk. Í þessu sambandi er talið mjög mikilvægt að vinna í góðri samvinnu við landeigendur þ.a. unnt verði að hámarka upplifun ferðamanna á sama tíma og séð er til þess að tillit sé tekið til náttúrunnar og umhverfisins.

Til máls tóku JÓK, BP, ÞS og EG.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kallað verði hið fyrsta eftir fundi með fulltrúum landeigenda umhverfis Kirkjufell þar sem leitað verði lausna á þeim málum sem þarfnast úrlausnar.

9.Aðalskipulag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fundar um endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar, sem haldinn var í Ráðhúsi bæjarins 30. maí sl.
Gerð var grein fyrir sérstökum skipulagsvef sem settur hefur verið í loftið. Slóðin er:http://www.skipulag.grundarfjordur.is/

Jafnframt lögð fram drög að lýsingu skipulagsverkefnisins, sem unnin hefur verið af Alta ehf.
Eins og kynnt var á fundi um endurskoðun aðalskipulags þann 30. maí sl. hefur verið unnin lýsing á skipulagsverkefninu "endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar" í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur sveitarstjórnar við aðalskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Ennfremur er í lýsingunni fjallað um hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum væntanlegrar skipulagstillögu, skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Allir tóku til máls.

"Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún fari til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila, sbr. lista yfir umsagnaraðila í lýsingunni. Einnig að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi með opinberri auglýsingu í samræmi við ákvæði skipulagslöggjafar og gefinn sá frestur til athugasemda sem tillagan greinir. Þannig er stefnt að því að lýsingin fari á vef sveitarfélagsins 13.-14. júní, birtist í dagblaði/staðarblöðum dagana 15. og 16. júní og að frestur til að gera athugasemdir verði til og með föstudagsins 8. júlí."

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að þegar skipulags- og umhverfisnefnd fjallar um endurskoðun aðalskipulags bæjarins skuli forseti og varaforseti bæjarstjórnar ásamt bæjarstjóra og hafnarstjóra sitja fundi nefndarinnar undir þeirri umfjöllun.

10.Hátíðarfélag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1606006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar fyrir tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi fyrir bæjarhátíðina "Á góðri stund", sem haldin verður í Grundarfirði dagana 21.-24. júlí nk.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

11.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Stykkishólmsbæ dags. 30.05.2016, varðandi viðræður um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Um er að ræða sveitarfélögin Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshrepp og Grundarfjarðarbæ. Með slíkri sameiningu yrði sameiginlegt sveitarfélag með um 2.200 íbúa.

Til máls tóku EG, JÓK, EBB og BP.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur hugmyndir um viðræður þessara sveitarfélaga áhugaverðar og lýsir yfir vilja til viðræðna.

Bæjarstjórn telur þó nauðsynlegt að Snæfellsbæ verði einnig boðið að slíkum viðræðum, þar sem farið yrði yfir kosti og galla þess að sameina öll fimm sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

Á grundvelli þessa tekur bæjarstjórn Grundarfjarðar vel í það að kostir og gallar mögulegrar sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi verði skoðaðir.

Samþykkt samhljóða.

12.Bæjarráð - 484

Málsnúmer 1605004FVakta málsnúmer

Til máls tóku, JÓK, EG og ÞS.
  • 12.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 484 Lagður fram listi með tillögum að afskriftum viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 15.678.

    Samþykkt samhljóða.
  • 12.5 1604022 Útsvarsskuldir
    Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 484 Tekið fyrir bréf Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi Hálsabóls sumarhúss ehf. að Borgarbraut 6, Grundarfirði.

    Bæjarráð óskar frekari upplýsingar varðandi umsókn Hálsabóls sumarhúss ehf.
    Bókun fundar Fyrir fundinum lágu nánari umbeðnar upplýsingar, varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi Hálsabóls sumarhúss ehf., frá fulltrúa Sýslumannsins á Vesturlandi. Að fengnum upplýsingum gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við umbeðið rekstrarleyfi, enda liggi fyrir umsagnir annarra rekstraraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 484 Tekið fyrir erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Hlíðarvegi 15 og Borgarbraut 9.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Bæjarráð vill þó beina því til rekstraraðila að þeir leiti leiða til úrlausna á bílastæðamálum tengdum rekstrinum. Lausnir skulu vinnast í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa bæjarins.

    Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  • 12.8 1604018 Framkvæmdir 2016
    Bæjarráð - 484 Lagðar fram og kynntar niðurstöður verðkannana í malbikslögn í Grundarfjarðarbæ.

    Tilboð komu frá tveimur aðilum:
    1) Kraftfagi ehf. að fjárhæð 15.001.000 kr.
    2) Malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas að fjárhæð 10.165.483 kr.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 484 Fjallað um fundargerð Öldungaráðs frá 19.04.2016, sem tekin var fyrir á bæjarstjórnarfundi 12.05.2016 og vísað til frekari afgreiðslu í bæjarráði. Í fundargerðinni koma fram nokkrar ábendingar og óskir um atriði sem betur mega fara varðandi þjónustu við eldri borgara.

    Farið yfir stöðu einstakra mála, sem fram komu í fundargerðinni, svo sem afnot af samkomuhúsi, hreyfimöguleika fyrir aldraða á hálkutímum, sjúkraþjálfun, púttvöll, íþróttaiðkun aldraðra og öryrkja og varanleg húsnæðismál fyrir starfsemi aldraðra o.fl.

    Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði falið ásamt fulltrúum úr bæjarráði að ræða við fulltrúa ráðsins um þessi mál og önnur mál er snúa að þjónustu við aldraða.

    Samþykkt samhljóða.
  • 12.10 1605029 Lausar lóðir
    Bæjarráð - 484 Lagt fram yfirlit yfir lausar íbúðahúsalóðir í Grundarfirði ásamt korti, sem sýnir staðsetningu þeirra. Jafnframt lagður fram útreikningur á gatnagerðargjöldum vegna íbúðarhúsa o.fl.

    "Bæjarráð Grundarfjarðar leggur til við bæjarstjórn að lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ verði auglýstar og boðinn verði allt að 50% afsláttur á gatnagerðargjaldi lóða sem úthlutað verður á árinu 2016.
    Hugsun með þessu er að hvetja fólk til nýbygginga íbúðarhusnæðis í bæjarfélaginu."
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhjóða tillögu bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 484 Lagt fram bréf frá Vélsmiðju Grundarfjarðar frá 10.05.2016, varðandi umgengni á iðnaðarsvæðinu við Ártún.

    Bæjarráð tekur undir það að mikilvægt sé að umgengni á iðnaðarsvæði og annarstaðar í bænum sé góð.

    Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar með þeim tilmælum að unnið verði að því með lóðarhöfum svæðisins að betrumbæta umgengni í samræmi við úthlutunar- og byggingaskilmála.

    Jafnframt verði auglýst sérstök hreinsunarvika íbúa og fyrirtækja bæjarins í samstarfi við áhaldahús bæjarins.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku, JÓK, EG og ÞS.
  • Bæjarráð - 484 Lögð fram drög að bréfum varðandi fyrirhugaðar breytingar á álagningu fasteignagjalda vegna íbúðarhúsnæðis sem leigt er út sem gistiheimili.
    Jafnframt lagður fram listi yfir gistiheimili í bænum.

    Bæjarráð samþykkir að bréf af þessum toga verði send út til samræmis við fyrirliggjandi lista og gögn.
  • 12.13 1605036 Organisti, ráðning
    Bæjarráð - 484 Í samvinnu við sóknarnefnd Setbergssóknar og bæjaryfirvalda hefur verið leitað leiða til þess að ráða organista til sóknarinnar.
    Nú hyllir undir að það sé að takast og verður viðkomandi ráðinn í 50% starf hjá sókninni og ráðgert er að stórsveit Framhaldsskóla Snæfellinga og Tónlistarskóli Grundarfjarðar skipti ráðningunni að öðru leyti á milli sín.

    Bæjarráð fagnar því að lausn skuli í sjónmáli í organistamálum kirkjunnar og samþykkir málið fyrir sitt leyti.
  • 12.14 1504040 Lögreglumál
    Bæjarráð - 484 Þjónusta lögreglunnar er mikilvæg hverju sveitarfélagi af umferðar- og öryggissjónarmiðum, en á umliðnum misserum hefur verið lögreglulaust í Grundarfirði. Hafa ber í huga að í sveitarfélaginu er staðsett eitt af stærstu fangelsum landsins.

    Grundfirðingar hafa margsinnis óskað eftir því að ráðin verði bót á því að lögreglumaður/menn verði ráðnir til starfa í sveitarfélaginu, en ekkert gerst í málinu.

    Bæjarráð krefst þess að innanríkisráðuneytið beiti sér þegar í stað fyrir því að ráðið verði í störf lögreglumanna í Grundarfirði.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar bréf dags. 10.05.2016.
  • Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar bréf dags. 05.04.2016.
  • Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar bréf dags. 20.04.2016 auk fundargerðar dags. 09.05.2016.
  • 12.18 1605022 Tölvumál, samningur
    Bæjarráð - 484 Lagt fram til kynningar þjónustusamningur um tölvumál.

13.Rekstrarleyfi, Nesvegur 5,umsögn

Málsnúmer 1605037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi varðandi umsögn um rekstrarleyfi vegna veitingastaðar í flokki II, kaffihús, að Nesvegi 5.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

14.Framkvæmdir 2016

Málsnúmer 1604018Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda, sem unnið er að í sveitarfélaginu, ss. viðgerðir á þaki grunnskólans, vinnu við sundlaug, potta og lóð, fimm ára deild, tjaldsvæði, þríhyrning og endurskoðun aðalskipulags.

Farið yfir verðtilboð í malbiksframkvæmdir sem áætlaðar eru í júní mánuði.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs að ganga til samninga við Hlaðbæ Colas um malbiksframkvæmdir.

15.Lántaka 2016

Málsnúmer 1604011Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið að taka allt að 60 m.kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Fyrirliggjandi á fundinum voru drög að lánasamningi við sjóðinn.

Lögð fram svohljóðandi tillaga:
"Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. til allt að 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar hluta afborgana sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2016, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þorsteini Steinssyni kt. 110254-4239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

Samþykkt samhljóða.

16.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1506021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Hinrik Konráðsson verði formaður bæjarráðs og Jósef Kjartansson varaformaður bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

17.Kosning aðalmanna og varamanna í bæjarráð

Málsnúmer 1506020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Berghildur Pálmadóttir og Hinrik Konráðsson frá L-lista og Jósef Kjartansson frá D-lista verði fulltrúar í bæjarráði Grundarfjarðar til eins árs.

Varamenn yrðu Eyþór Garðarsson og Elsa Bergþóra Björnsdóttir frá L-lista og Rósa Guðmundsdóttir frá D-lista.

Samþykkt samhljóða.

18.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 1506022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Eyþór Garðarsson, sem forseta og Rósu Guðmundsdóttir sem varaforseta til eins árs.

Samþykkt samhljóða.

19.Skipulags- og umhverfisnefnd - 168

Málsnúmer 1605005FVakta málsnúmer

Til máls tóku BP og EG.
  • Garðar Guðnason kt. 240565-4399 sækir um fyrir hönd Grundarfjarðabæjar byggingarleyfi samkvæmt uppdráttum dags 02.06.216 að stækkun anddyris við leikskólan að Sólvöllum 1. Skipulags- og umhverfisnefnd - 168 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Indru Candi sækir um fyrir hönd 65°Ubuntu ehf stöðuleyfi fyrir óupphituðum geymslugám að Borgarbraut 9. Skipulags- og umhverfisnefnd - 168 Skipulags-og umhverfisnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að veita ekki stöðuleyfi á gámum í íbúðabyggð Grundarfjarðarbæjar. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, ÞS og EG.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Jón Pétur Pétursson sækir um fyrir hönd Skotfélags Snæfellsnes stöðuleyfi til byggingar á sökklum undir æfingarhúsnæði í Hrafnkelsstaðalandi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 168 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og vísar erindinu til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

20.Skólanefnd - 134

Málsnúmer 1605006FVakta málsnúmer

Til máls tóku ÞS og EG.
  • Skólanefnd - 134 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður lagði fram og gerði grein fyrir skóladagatali starfsársins 2016-2017, breytingum í starfsmannahaldi og niðurstöðum úr nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnunum.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.
  • Skólanefnd - 134 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Hann lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs.
  • Skólanefnd - 134 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Þau fóru yfir starfsemi nýrrar 5 ára deildar, sem hóf starfsemi í apríl sl. Sigurður lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og fór yfir starfsmannamál.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs. Skólanefnd leggur til að skóladagatalið verði kynnt vel fyrir foreldrum.
  • Skólanefnd - 134 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir þessum lið.

    Björg lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og ársskýrslu leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs með áorðnum breytingum varðandi sumarfrí 2017.

21.Skólanefnd - 133

Málsnúmer 1605002FVakta málsnúmer

Til máls tóku ÞS, EBB, GJJ og EG.
  • Skólanefnd - 133 Farið var yfir málefni leikskólans Sólvalla. Rætt um skipulag starfseminnar, starfsmannahald, húsakost o.fl.
    Gerð var grein fyrir fundum,sem bæjarstjóri, formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar hafa átt um málefnið. Fundi bæjarstjóra og leikskólastjóra og fundum sem haldnir hafa verið annars vegar með starfsfólki leikskólans og hins vegar með foreldraráði skólans og forseta bæjarstjórnar, formanni skólanefndar og bæjarstjóra.
    Skólanefnd mælir með því að leitað verði leiða til úrlausna.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:21.