Málsnúmer 1605021

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 196. fundur - 12.05.2016

Lögð fram viljayfirlýsing milli Sambands ísl. sveitarfélaga og fulltrúa sýslumanna á Íslandi, m.a. varðandi hvernig bæta megi aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Sérstaklega eru nefndar komandi forsetakosningar.

Til máls tóku ÞS, RG, HK og EG.

Lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir harðlega að ekki sé í boði utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Grundarfirði vegna komandi forsetakosninga. Slíkt ætti að vera sjálfsögð þjónusta við íbúa Grundarfjarðar.

Bæjarstjóra falið að koma mótmælum bæjarstjórnar á framfæri við innanríkisráðuneytið og Sýslumanninn á Vesturlandi þar sem farið er fram á að slíkri aðstöðu verið komið upp án tafar.

Samþykkt samhljóða.