Málsnúmer 1605029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 484. fundur - 27.05.2016

Lagt fram yfirlit yfir lausar íbúðahúsalóðir í Grundarfirði ásamt korti, sem sýnir staðsetningu þeirra. Jafnframt lagður fram útreikningur á gatnagerðargjöldum vegna íbúðarhúsa o.fl.

"Bæjarráð Grundarfjarðar leggur til við bæjarstjórn að lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ verði auglýstar og boðinn verði allt að 50% afsláttur á gatnagerðargjaldi lóða sem úthlutað verður á árinu 2016.
Hugsun með þessu er að hvetja fólk til nýbygginga íbúðarhusnæðis í bæjarfélaginu."

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Lagt fram yfirlit yfir lausar lóðir í þéttbýli Grundarfjarðar. Alls er um að ræða 20 lóðir fyrir mismunandi húsagerðir. Á síðasta ári var gefinn 50% afsláttur á lóðagjöldum til þess að hvetja til bygginga á íbúðarhúsnæði.

Bæjarráð telur æskilegt að skoðaðir verði frekari afslættir á gatnagerðargjöldum og að skoðuð verði samvinna við verktaka eða aðra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að skoða málin nánar og vísar frekari umfjöllun til bæjarstjórnar.